Merkilegt fólk á afmæli í dag

Ég sé að 14. maí er mikill afmælisdagur. Það er ekki bara forsetinn sem á afmæli í dag. Amma mín fæddist 14. maí 1915 og hefði því orðið 92 ára í dag ef hún hefði lifað. Alain Vigneault, þjálfari Canucks er 46 ára í dag, sem gerir hann níu dögum eldri en Geiri bróðir. Hún Skotta mín eignaðist líka kettlinga einu sinni þann 14. maí og ég vildi setja á þá slaufu og gefa þá ömmu í afmælisgjöf. Mömmu fannst það ekki líklegt til vinsælda. Amma, besti þjálfari í heimi og heil karfa af kettlingum. Ólafur er greinilega í góðum hópi.
mbl.is Afmælisdagur forsetans í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og maðurinn hennar Marínar ... fertugur í dag. Þeir eldast sem lifa, téhéhé.

Berglind Steinsdóttir, 14.5.2007 kl. 21:12

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Stórmennin safnast á ákveðna daga. Ég á til dæmis afmæli sama dag og Sigurður Nordal og Gísli Jónsson, fyrrum íslenskukennari við MA. Þrír íslenskufræðingar. Enda hefur mér alltaf fundist að þetta ætti að vera dagur íslenskrar tungu fremur en 16. nóvember. Jónas hvað?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 14.5.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband