Bikarinn til Kanada?

Í dag unnu Ottawa Senators fjórða leikinn gegn Buffalo Sabres, 3-2 í framlengingu (í hokkí) og þar af leiðandi seríuna 4-1. Ottawa hefur því unnið sér rétt til að leika til úrslita um Stanley bikarinn. Mótherjarnir verða annað hvort Anaheim Ducks eða Detroit Red Wings sem nú eru jöfn í vesturriðlinum, 2-2. Þar á því enn eftir að leika alla vega tvo leiki og hugsanlega þrjá. Ottawa ætti því að hafa vel hvílt lið þegar þeir mæta í úrslitin. Þetta er frábært fyrir Kanada sem nú á möguleika á að fá Stanley bikarinn heim. Það gerist nú ekki svo oft. Og ég er ánægð að það er Ottawa sem á möguleika á þessu fyrst Vancouver datt úr leik. Ég vil frekar að bikarinn fari þangað en í nokkra aðra borg. Toronto, hvað?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband