Mmmmmm sushi!

Nú ætla ég að fara með Marion og Ryan að borða sushi í kvöldmat og fara svo í bíó. Það ætti að vera þolanlegt laugardagskvöld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er dálítið ósanngjarnt, því hér á Íslandi eru ekki til almennilegir sushi-staðir og mig langar í sushi!!! Síðast borðaði ég sushi milli jóla og nýárs úti í Bandaríkjunum ... nánar tiltekið nálægt Sunnyvale.

Ég efast ekki um að þetta hafi verið gott hjá ykkur

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 18:13

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Og hugsaðu þér hversu skrítið það er því á Íslandi er auðvitað hægt að fá besta fisk í heimi. Það ætti að vera sushi staður á hverju horni. Ja, alla vega einn í hverjum kaupstað yfir 2000 manns og nokrrir í Reykjavík. Það eru reyndar einhverjir japanskir staðir í Reykjavík en ég hef ekki farið á neinn þeirra í ein fimm ár (enda borða ég pylsur og lambakjöt þegar ég er á Íslandi). Ég man hins vegar að þá var nú ekki mikið úrval af sushi hjá þeim. Meira var lagt upp úr teriyaki réttum og svoleiðis.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.5.2007 kl. 18:21

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ah, það útskýrir þetta.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.5.2007 kl. 18:21

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já nei já nei já, jæja þá, en markaðurinn er ekki nógu stór fyrir sushi á hverju horni. Er þetta annars ekki eitthvað sem maður fær sér til tilbreytingar þegar maður fer til útlanda ...?

Hins vegar ætlaði ég að segja þér að þú varst aftur í umræðuboxinu með þennan pistil. Frægð þín er farin að spyrjast út - og áhugi á sushi.

Berglind Steinsdóttir, 20.5.2007 kl. 21:04

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Nei, maður verður að geta fengið sér sushi í hvert skipti sem mann langar. Það er svo ótrúlega góður matur og léttur í maga. Um daginn fékk ég mér sushi áður en ég fór og spilaði fótboltaleik og skoraði fjögur mörk. Ég held það tengist sushi-inu. En það er rétt hjá þér að markaðurinn á Íslandi er ekki nógu stór. En Akureyri gæti alveg borið eins og einn sushi stað. Kannski ég komi heim og opni japanskan veitingastað á Akureyri ef enginn vill ráða mig sem prófessor.

Var þetta í umræðuboxingu? En þetta er ekki einu sinni umræða! (þ.e. upphaflega færslan var ekki umræða. Nú í athugasemdum er þetta orðið umræða).

Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.5.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband