Vancouver stemning
20.5.2007 | 23:40
Ég hef ekki tekiđ mikiđ af myndum undanfariđ. Ţegar ég var ađ renna í gegnum iPhoto möppuna mína sá ég ađ ég hafđi ađeins einu sinni tekiđ myndir í maí og ađeins einu sinni í apríl. Sem er algjör synd ţví ţetta er eiginlega einn fallegasti tíminn - voriđ. Ég var ađeins duglegri í mars og kannski er ástćđan sú ađ í mars fór gróđurinn af stađ í alvöru, ţá fórum viđ líka ađ fá fallega daga af og til, o.s.frv. Alla vega tók ég töluvert af myndum ţá.
Ég set inn örfáar hér, til ađ sýna ykkur ađeins stemninguna hér, en einhvern daginn ćtti ég ađ setja saman svolitla sýningu međ myndum frá Vancouver - svona til ađ sýna ykkur ţarna heima ađ ţađ er vel ţess virđi ađ skella sér á vestur ströndina.
Fyrsta myndin er tekin af lítilli bryggju á Lacarno ströndinni sem er um tíu mínútna gang frá heimili mínu. Ég bý uppi á hćđinni og ţarf bara ađ labba ţvergötuna mína niđur ađ ströndinni. Ţarna sést vel yfir í miđbćinn en ţađ tekur mig um hálftíma ađ fara ţangađ međ strćtó. Mér fannst svo skemmtilegt ađ sjá mávinn sitja ţarna á skiltinu.
Mynd númer tvö er líka af mávi. Bćđi er ađ mér ţykir gaman ađ taka myndir af fuglunum, en mér finnst líka mávarnir einhvern veginn svo mikiđ einkenni á Vancouver. Kannski er ţađ vegna ţess ađ ég sá ekki mikiđ af mávum ţegar ég bjó í Winnipeg (ţótt ţeir hefđu vissulega veriđ ţar) en ţegar ég flutti vetstureftir heyrđi mađur gargiđ í ţeim nćstum ţví hvar sem var. Myndin er tekinn inn í sólsetriđ í vestri og nesiđ sem skagar ţarna út vinstra megin á myndinni er háskólasvćđiđ.
Ţriđja myndin er tekin niđur í False Creek, rétt viđ Ganville Island ţar sem er stćrsti markađur borgarinnar. Ţar má fá ávexti, grćnmeti, kjötmeti, fisk, blóm, o.s.frv. Kirsuberjatréđ til vinstri er eitt af einkennum borgarinnar í mars ţví ţau eru út um alla borg. Stundum bleik, stundum hvítleit, en alltaf falleg. Einnig má sjá glitta í Burrard brúna og ţar á bakviđ glerháhýsi miđbćjarins. Ţetta eru almennt íbúđablokkir en ekki svo mikiđ skrifstofubyggingar eins og háhýsi flestra annarra borga. Einnig má sjá glitta í möstur seglbátanna sem á góđum vinddegi fylla sundiđ.
Síđasta myndin sýnir návígi viđ kirsuberjatré. Mér ţykir ţau svo falleg.
Athugasemdir
Takk fyrir ţessar fallegu myndir. Bjó í Seattle í ţrjú ár og á vorin voru einmitt ţessi fallegu kirsjuberjatré um allt á háskólalóđinni. Vekur upp ljúfar minningar
Auđur H Ingólfsdóttir (IP-tala skráđ) 21.5.2007 kl. 10:41
Ţetta eru ćđislegar myndir, Kristín. Tek undir međ Auđi, ađ ţessi kirsuberjatré eru yndisleg, en ćtli sólsetursmyndin međ mávinum sé ekki í uppáhaldi hjá mér af ţessum fjórum
Doddi - Ţorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráđ) 21.5.2007 kl. 14:29
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.