Viktoríudagur

Í dag er Victoríudagur í Kanada og þar af leiðandi frídagur. Það þýðir að ég fékk ekkert blað í morgun og las því Tinnabók með morgunverðinum í stað fréttanna. Það slæma er að það verður ábyggilega troðfullt í klifursalnum í dag fyrst allt þetta fólk á frí. Og svo rignir í þokkabót þannig að ekki getur maður treyst á að liðið hafi farið til Squamish að klifra útivið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hvurnig má það vera að þú lesir bók með morgunmatnum ÞEGAR ÞÚ HEFUR NEITÐ? Hahha, það er nefnilega veikleiki minn, ég byrja morgnana á mbl.is og nokkrum bloggsíðum þótt ég hafi morgunblöðin líka á borðinu. (Og mér finnst það svolítið hallærislegt af mér.) 

Berglind Steinsdóttir, 21.5.2007 kl. 18:44

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég verð að viðurkenna að ég eyði líka tíma á morgnana í að lesa netið. Fer rútínuna mbl.is og bloggvinir. En ég vil ekki borða á meðan. Hef ekki efni á að kaupa nýtt lyklaborð ef ég helli kaffinu yfir það.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 21.5.2007 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband