Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Tenglar
Mikilvægir hlekkir
Mikilvægir hlekkir
Vinir blogga
Sjáið hverjir fleiri eru að blogga
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna
- Ágúst H Bjarnason
- Berglind Steinsdóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bergur Thorberg
- Björn Emilsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja skordal
- Bwahahaha...
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar Indriðason
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Fjarki
- Geiri glaði
- gudni.is
- Guðmundur Pálsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Ösp
- Gunnar Kr.
- Gunnar Már Hauksson
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Halla Rut
- Heiða Þórðar
- Helgi Már Barðason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Huld S. Ringsted
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íshokkí
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Jón Svavarsson
- Júlíus Valsson
- Kent Lárus Björnsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kristín Helga
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Magnús Geir Guðmundsson
- Marinó Már Marinósson
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- mongoqueen
- Mummi Guð
- Myndlistarfélagið
- Norðanmaður
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Pétursson
- Páll Ingi Kvaran
- Pétur Björgvin
- Ragnar Páll Ólafsson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Riddarinn
- Róbert Badí Baldursson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Ruth Ásdísardóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurjón
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Valdimar Gunnarsson
- Vertu með á nótunum
- Wilhelm Emilsson
- Þorsteinn Briem
- Þóra Lisebeth Gestsdóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- Þröstur Unnar
- Öll lífsins gæði?
Langar í mömmumat
21.5.2007 | 22:25
Allt í einu langar mig ógurlega mikið í lambakótelettur í raspi með kartöflum, Ora baunum og rabbabarasultu. Þetta kallast comfort food á ensku en hefur held ég ekkert nafn á íslensku. Huggunarmatur??? Stundum langar mig bara svo mikið í matinn sem ég fékk sem barn. Kannski er það ómeðvituð þrá eftir æskunni? Hvað segja sálfræðingar við því?
Af því að mér finnst kanadískt lambakjöt vont (og líka nýsjálenskt) og af því að klukkan er ekki orðin fjögur, ætla ég í staðinn að baka pönnukökur. Af því ég á engan rjóma þá mun ég rúlla sumar upp með sykri og setja nutella á hinar. Það er ótrúlega gott!
Flokkur: Bloggar | Breytt 22.5.2007 kl. 01:52 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Innlent
- Ásmundur: Styð að við bætum kjör og aðbúnað kennara
- Snorri hjólar í Ríkisútvarpið
- Segir sig úr Viðreisn: Komið illa fram við mig
- Dvalið í 46 húsum í nótt
- Vandræðagangur á ferðamönnum
- Raforka til garðyrkju hækkar um 25%
- Sigmundur og Þorgerður tóku minnst þátt
- Ríkið endurgreiði þrotabúi Torgs 14 milljónir króna
Athugasemdir
Ásta strætóvinkona var með lærisneiðar í raspi í gær, svona upp á gamla mátann, og ég fékk vatn í munninn ... man ekki hvað það eru mörg ár síðan ég hef smakkað svona mömmumat. Skil þig vel að langa í svona jammí!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2007 kl. 23:19
Tjah, ég fékk dásemdarhrygg af íslensku útigengnu í gær, sunnudag. Slef ...
Berglind Steinsdóttir, 21.5.2007 kl. 23:45
Nutella á pönnukökur? Hmm... that sounds interesting! Huggunarmatur er líka flott orð!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 23:55
Stundum verður maður bara að fara til baka til (sinnar eigin) fortíðar, og það er vel gert með því að borða mat æskunnar. Gurrí, skammaðu Ástu fyrir að bjóða þér ekki í mat. Berglind, vona að þú hafir notið hryggsins. Mér skilst að Íslendingar séu farnir að selja heimaalið lamb. Pabbi segir að það sé alls ekki eins gott. Doddi, prófaðu endilega nutella á pönnukökurnar. Ég lofa þér því að þér á eftir að þykja það gott. Og nú skulum við taka okkur saman um að tala um 'huggunarmat'. Þá veit maður hvað á að borða ef okkur líður dálítið illa.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.5.2007 kl. 00:45
Ef við förum að tala um mat að heiman þá má ekki gleyma saltfiskinum með nyjum kartöflum rófum hamsatólg og til að toppa það rúgbrauði
Svo er það skatan
lási (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 11:11
Mig langar í sviðalappasultu eins og í gamla daga. Og brauðsúpu. Varðandi lambakjötið, þá hefst innflutningur á nýsjálensku lambakjöti innan tíðar, þegar Guðni Ágústsson verður ekki lengur til að spyrna á móti ...
Hlynur Þór Magnússon, 22.5.2007 kl. 12:21
Eg bordadi steiktan fisk (einhversskonar italska raudsprettu) med nyjum kartoflum i hadeginu og fannst mer bara vera heima a Akureyri. Annars virkar kjot i karry alltaf vel a heimthrana hja mer ja og vofflur...jafnvel thott eg thurfi ad bjoda uppa saltad medlaeti med theim til ad fa eignmanninn til ad taka thatt i atinu (t.d. godar salami eda Parma-skinku) -en eg borda tho amk sidustu voffluna med sultu og is (ef eg a hann til). Huggunarmatur er eitt mikilvaegasta vopn islendinga erlendis...jafnvel fyrir tha sem bua i landi lifs og nautna thar sem ekki skortir fjolbreytnina i matargerdinni...! Lattu thad eftir ther ad fa ther lambakjot i raspi ef thad er thad sem thu vilt...trudu mer ad thegar thu ert buin ad steikja kjotid i raspinu tha er ekki nokkur leid ad segja hvadan lambid kemur -bragdid hverfur alveg i fitubolgnu raspinu! Verdi ther ad godu Stina.
Rut (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 14:11
Mmmmm, maður fær nú bara vatn í munnin af því að hugsa um allan þennan mat. En því í ósköpunum ætti nokkur maður að kaupa nýsjálenskt lambakjöt þegar hann á völ á því íslenska? Það er ekki bara eins og að fara með kaffi til Kólumbíu, heldur að fara með vont kaffi til Kólumbíu. Annars eru Íslendingar svo nýjungagjarnir að þeir væru vísir með að kaupa það...
Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.5.2007 kl. 14:11
Rut, við setti, greinilega inn athugasemd á nákvæmlega sama tíma! Ég er ekki viss um að það dugi að segja nóg af raspi. Fyrr í vetur keypti ég lambakjöt og eldaði mér karrísósu, kartöflur og hrísgrjón sem meðlæti....og eftir að hafa borðað svolítið endaði ég á því að henda afgangnum. Fannst það svo vont. Mér fannst svolítið eins og ég væri að naga lopapeysuna mína.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.5.2007 kl. 14:15
Er nú ekki vön að leggja orð í belg hjá bloggurum mér ókunnugum, en get ekki stillt mig. Á mínu heimili kallast þetta "miðaldramatur" og fátt er betra en að koma á Rein og fá steiktan fisk (upp úr smjörlíki að sjálfsögðu) með miklum og vel steiktum lauk "a la pabbi/mamma".
Jammí, miðaldramatur er góður, hvað svo sem segja má um hollustuna og nýsjálensk lömb.
Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 16:05
Ég þjáist reglulega af þungri sorg og þrá eftir mat móður minnar og þá læt ég það eftir mér og þar eru kótelettur í raspi með Ora og rabbó skylda. Dætur mínar hins vegar eiga öðruvísi "mömmumatsóskir" sem ég reglulega læt rætast. Takk fyrir pistil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2007 kl. 16:35
Sæl. Þessi matseðilshugmynd þín er snilld. Og gott! Ora baunir er möst!
En varðandi svona ,,söknuð" á íslenskum mat, þá man ég eftir félaga mínum sem bjó í Svíþjóð mörg ár. Hans fyrsta verk þegar hann kom heim, til Íslands var að hringja í mig og hvað haldið þið; SVeinn. Ertu til í að keyra mig á Bæjarins bestu?
Auðvitað gerði ég það. ÞVílikt hvað hann naut þess að borða þessartvær pylsur sem hann sporðrenndi niður með algjörri nautn.
það er skemmst frá því að segja að hann fór oft á mörgum sinnum á Bæjarins beztu sem ég tel vera það að vinna upp glataðar stundir með pulsunni.
Sveinn Hjörtur , 22.5.2007 kl. 20:33
Valdimarsdóttir! Föðurnafnið og tilvísunin í Rein bendir til þess að þú sért Valdimarsdóttir Gunnarssonar og af því að ég þekki hann vel og mömmu þína þokkalega þá getum við litið svo á að ég sé alls ekki ókunnug og þú hefur þar af leiðandi ekki brotið regluna þína.
Sveinn. Veistu, það er aljgört möst að borða pylsu með öllu þegar maður er á landinu. Og af því að ég er Akureyringur verð ég að fara alla vega tvisvar, annars vegar til að borða venjulega pylsu með öllu og hins vegar til að borða djúpsteikta pylsu með osti og kryddi. Og svo einu sinni til að borða ananasborgara og einu sinni þarf ég að fara í nesti við Leirárbrú og fá mér samloku með skinku, osti og kokteilsósu sem bragðast þar öðruvísi en á flestum öðrum stöðum. ÞEgar ég bjó í Reykjavík og fór til Akureyrar þurfti ég líka alltaf að fara á Crown Chicken og fá mér kjúklingapítu, sem þeir eru nú hættir að gera. Þetta er sem sagt skyndibitamöstið.
Við mömmu matinn vil ég auðvitað bæta lifrapylsu með kartöflustöppu (og stundum með uppstúf), kjöti í súpu, saltkjöti og baunum, og sérréttinn hennar mömmu sem er saltkjötskássa. Eitt það besta sem ég fæ. Gallinn við að fara heim um jól er sá að maður endar á að borða allan jólamatinn og lítill tími er fyrir mömmumatinn.
Takk annars öll fyrir ykkar viðbætur. Mér finnst mjög skemmtilegt að sjá hvaða mat öðru fólki þykir nauðsynlegt að fá af og til.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.5.2007 kl. 21:21
Hvar fékkst þú flatköku og hangikjöt?????? Mikið ertu heppin.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.5.2007 kl. 04:45
Man, mig vantar svoleiðis vini. Hér kemur aldrei neinn með neitt...Nei, bíddu....hér kemur aldrei neinn!
Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.5.2007 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.