Annar sigurinn í röð

Í kvöld unnum við annan leikinn í röð í fótboltanum. Við byrjuðum ágætlega en svo kom lélegi kaflinn okkar sem alltaf virðist koma, og við lentum undir 0-2. Þá loks komumst við í gang. Ég tók boltann upp hægri vænginn, hljóp af mér varnarmann en var kominn alveg upp að endalínu þannig að ég sendi boltann til Jody sem var fyrir framan markið og hún þurfti ekki mikið til að renna boltanum inn. Staðan í hálfleik var því 1-2 fyrir Phoenix. Ég hefði átt að vera búin að skora þrjú mörg þarna en var óheppin. Skaut einu sinni framhjá, einu sinni beint á markvörðinn og einu sinni átti ég gott skot sem markmaðurinn varði glæsilega. Í seinni hálfleik komumst við fyrir alvöru í gang. Beníta tók boltann upp vinstri vænginn, lék á tvo varnarmenn og skoraði stórglæsilegt mark. Þriðja markið skoraði ég eftir mistök í vörn hinna, komst inn í sendingu, inn fyrir varnarmann og átti auðvelt með að skjóta boltanum yfir markmanninn og upp í innri slána. Beníta skoraði svo fjórða markið...ég held reyndar að ég hafi lýst því marki hér að framan. Ég man þá bara ekki hvernig fyrsta markið hennar var. en alla vega, leikurinn fór 4-2 fyrir okkur og við erum ofsakátar. Höfum þá tapað tvisvar og unnið tvisvar. Næsti leikur verður hins vegar á mót öðru toppliðinu, sem hefur ekki tapað leik hingað til, þannig að við verðum að taka á öllu okkar. 

Ég gat leikið þrátt fyrir að hægri ökkli væri enn bólginn eftir síðasta leik. Nú er ég með ís á ökklanum og vona að ég jafni mig fljótt. Við eigum ekki að spila aftur fyrr en á sunnudagskvöld í næstu viku. Veit ekki hvernig þeim dettur í hug að hafa leiki á sunnudagskvöldum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með sigurinn og markið! Farðu varlega með þig og ökklann, og ég er sammála ... þ.e. ég er mjög hissa á því að leikir séu hafðir á sunnudagskvöldum ...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 18:37

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Til hamingju með leikinn og sigurinn, óska þér og ykkur velfarnaðar gegn þessu topp liði.

Sigfús Sigurþórsson., 24.5.2007 kl. 09:01

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk kærlega báðir tveir.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.5.2007 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband