Miklu áorkað

Ég hef áorkað heilmiklu í dag.

  • í morgun tók ég próf númer tvö í rökfræði og ég verð hissa ef ég fæ ekki fullt fyrir það, eða nálægt því (fékk 48 af 50 mögulegum fyrir fyrsta prófið).
  • Síðan fór ég að klifra og búið var að endursetja leiðirnar í hellinum, sem var frábært, og ég stóð mig bara ágætlega þar.
  • Þegar ég kom heim kláraði ég loksins endurbæturnar á umsókn minni um breytta stöðu innan Kanada (sótti um fyrir tveimur árum og þeir ætla loksins nú að fara að líta á hana - en heimta þá auðvitað öpdeit á öllu), og ....KOM ÞVÍ Í PÓST! Varð reyndar að senda það með hraðpósti (sem kostar helling), því ég hefði átt að vera búin að þessu fyrr.
  • Setti líka í póst uppgjör mitt við Manitóbaháskóla. Þeir hafa viljað losna við lífeyrinn minn í nokkurn tíma en vilja ekki bara láta mig fá peningana heldur varð ég að opna sérstakan lokaðan reikning sem þeir síðan leggja inn á. Það reyndist all flókið og gekk ekki fyrr en ég fékk útibússtjórann minn í lið með mér. Þetta er sem sagt komið í póst og ætti að vera af dagskrá.

En því miður er margt enn ólokið sem ég þarf að sinna af leiðinlegum verkum.

  • Ég þarf að skrifa lokaskýrslur um Kispiox vinnuna mína og senda til þeirra tveggja sjóða sem styrktu verkið. Það þýðir að ég þarf líka að brenna geisladiska með öllum upptökum og ég þarf að skrifa upp allar setningar sem ég vann með. Ég er búin að skrifa upp flestar setningarnar, en þarf að brenna geisladiskana og skrifa fjárhagsreikninginn og skýrsluna sjálfa. Verð að koma þessu í verk fljótlega.
  • Þarf að hringja í leigusalann og fá leyfi til þess að setja inn stafrænt box fyrir sjónvarpið. Ég er búin að draga þetta í tvær vikur því ég þoli ekki að tala við karlinn (eða kerlinguna hans). Þau eru svona týpískir nískir ríkisbubbar sem eiga allt til alls en tíma samt ekki að láta gera við neitt í húsinu.
  • Skipuleggja blaðabunkana tvo sem sitja á gólfinu í svefnherberginu. Skóla fylgir ótrúlegt magn af pappír.
  • Skrifa doktorsritgerð.
Þegar ég kom heim eftir klifrið í dag var ég glorhungruð og greip tvær síðustu sneiðarnar af Finn Crisp kexi. Þegar ég skoði mylsnuna sem datt á borðið gat ég ekki betur séð en þar væru á ferð þurrkaðir ormar!!!!! Kíkti í tómann pakkann og jújú, ormar. Og þetta sá ég EFTIR AÐ ÉG ÁT KEXIÐ. Er búið að vera með þykkildi í hálsi síðan þá - sennilega klígja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

O-o-ooo thetta med kexid kom fyrir mig i fyrra! Var buin ad borda storan hluta af Wasa-hrokkbraudspakka med godri lyst og kotasaelu thegar mer vard litid a eina sneidina og var tha ekki verdandi fidrildi thar ad spoka sig i mesta sakleysi. Nanari skodun ofan i pakkann leiddi i ljos ad thar var a ferd heil fjolskylda (barnamorg) sem var buin ad koma ser vel fyrir -taldi sig liklega vera komna i hrimnariki ad hafa svona lika yfirsig nog ad byta og brenna. Hver veit hversu marga braedur og systur (syndandi i kotasaelu) eg var buin ad smjatta a. Eg hef sjaldan verid jafn nalaegt thvi ad kasta upp (nokkud sem eg hef ekki gert sidan eg var barn, eftir tha erfidu lifsreynslu ad kasta upp utum nefid!). Eg thakkadi fyrir ad eg laerdi snemma tha lexiu ad tyggja matinn minn vel, thvi hver veit nema eg hefdi annars farid ad prumpa fidrildum eftir nokkrar vikur!

Hvernig er thad annars Stina, ferdu heim i sjotugsafmaelid? 

Rut (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 08:13

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Jakk! Ógeðslegt! Ég endaði á því að taka allt út úr skápnum og henti öllu sem var í opnum pakka. Fann þessi ógeð í alla vega einum öðrum pakka af einhverjum mat. Nú ætla ég að fara og kaupa nóg af plastkrukkum og síðan verður allt sem ekki er hægt að loka almennilega aftur sett í slíkar krukkur. Gott annars að heyra að þér varð ekki of mikið meint af. Kannski verður þá í lagi með mig.

Ég fer líklega ekki heim. Það er svo hrikalega dýrt að fara heim á sumrin. Ég hef ekki séð ferðir ódýrari en sirka $1400 (ekkert ódýrara en $900 frá USA til Íslands+þarf að komast til Minneapolis/Boston/NewYork). Þar að auki er mamma að hugsa um að hafa bara litla veislu heima hjá sér í stað helgarpartýsins.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.5.2007 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband