Rotnir tómatar

Ef ske kynni að það væri einhver sem ekki þekkir kvikmyndasíðuna Rotnir tómatar (Rottentomatoes) þá ákvað ég að setja hér inn tengingu á síðuna: http://www.rottentomatoes.com/

Þessi síða er að mínu mati gagnlegasta kvikmyndasíðan á netinu því þarna er safnað á einn stað ótrúlegum fjölda kvikmyndadóma. Maður þarf því ekki að treysta á smekk eins gagnrýnanda heldur fær maður gott yfirlit yfir hvað gagnrýnendum almennt finnst um myndina, auk þess að fá upplýsingar um leikara o.s.frv. Þá er líka hægt að lesa dómana sjálfa.

Mynd sem fær jákvæðan dóm í 60% tilfella fær tómat en myndirnar þar fyrir neðan fá tómatklessu.  Þannig er hægt að fá í fljótu bragði að sjá hvort það er þess virði að fara og sjá myndina. Ég hef reyndar haft gaman af mynd sem fer jafnneðarlega og í 40% en ég held ég hafi aldrei séð neitt gott fyrir neðan það, þá sjaldan ég hef farið á þannig mynd. Nútildags hef ég ekki efni á að fara of oft í bíó þannig að það er gott að fara og kíkja á hvaða dóma myndirnar fá. Stundum fer ég þótt dómar séu lélegur. T.d. fær Shrek aðeins 42% en ég ætla samt að sjá myndin. Bara af því að fyrstu tvær voru svo skemmtilegar.

Áðan skrapp ég út að sækja smá kínverskan mat. Það er orðið svo langt síðan ég hef fengið uppáhaldið mitt, mongolian beef og Seszhuan beans. Á bakaleiðinni stoppaði ég á vídeóleigu því nú eru allir sjónvarpsþættir komnir í sumarfrí. Rakst þar á A little trip to heaven. Finnst ég verð að sjá allar myndir frá Íslandi. Þar að auki eru Peter Coyote og Forrest Whittaker í myndinni. Á Rottentomatoes eru of fáir dómar um myndina til þess að hún fái prósentutölu en hún hefur fengið þrjá ferska tómata og einn rotinn (tómatklessu). Það lofar þokkalegu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband