Heimsóknir til annarra landa

Pétur Björgvin var að tala um það á blogginu síðu hvernig alls konar próf tröllríða netinu og hver apar upp eftir öðrum. Mér þykja svona próf svo skemmtileg og dett stundum í þau. Eitt af því sem Pétur benti á, og sem ég hafði ekki séð, var landakortið sem sýnir hvar maður hefur verið. Þetta er í rauninni enn betra til að sýna manni hvar maður hefur ekki verið. Ekki það að ég viti það ekki. En þegar ég sé það svona á kortinu þá átta ég mig á því hvað ég á eftir að sjá mikið. Hér kemur landakortið mitt: 


create your own visited country map or check our Venice travel guide

Eins og þið sjáið þá er það bara Vestur-Evrópa og Norður Ameríka sem ég hef heimsótt. 

Það er hægt að gera sérstök kort fyrir Kanada og Bandaríkin og af því að ég er að safna fylkjum og stjórnsýslueiningum þá gerði ég þau kort líka.

create your personalized map of europe or check out our Barcelona travel guide
create your own personalized map of Canada or check out ourVancouver travel guide

Í Kanada hef ég sem sagt heimsótt suðrið meira og minna allt. Mig vantar ennþá Newfoundland/Labrador af þeim sem kallast province, og svo Nunavut, Yukon og NorthWest Territories af norðrinu. Í Bandaríkjunum er þetta eiginlega öfugt því þar hef ég séð mest af norðurfylkjunum:


create your own personalized map of the USA or check out ourCalifornia travel guide

Að lokum get ég sett inn Evrópukortið svo betur sjáist að ég allan eystri hlutann eftir.


create your personalized map of europe or check out our Barcelona travel guide

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband