Bloggheimur er algjör gullnáma

Bloggheimar er alveg yndislegur staður fyrir málfræðing eins og mig. Þar fær maður aðgang að því sem í raun er miklu fremur talmál en ritmál, enda ekki miklar áhyggjur hafðar af því að fylgja málfræðireglum til hlítar. Það þýðir líka að ég fæ betri hugmynd um hvernig íslenskan er í raun, þegar fólk er ekki að ritskoða sig of mikið.

Doktorsritgerðin mín fjallar um dvalarhorf í íslensku (Jón er að lesa, Guðrún er að borða, o.s.frv.) og eitt af því sem þar er spennandi er breytt notkun dvalarhorfsins nú á síðustu árum. Annars vegar er að fólk er farið að nota dvalarhorf með ástandssögnum (elska, vita, kunna, o.s.frv.) sem áður var yfirleitt ekki gert, og hins vegar þegar vísað er til endurtekinni atburða eða endurtekins ástands, sem einnig var ekki gert. Bara nú á síðustu dögum hef ég fundið setningar eins og:

  • Í sambandi við ráðherra og hæfileika. Þá er ég ekki heldur að kaupa það að hæfileikaríkari einstaklingar séu í efri sætum framboðslista heldur en í þeim neðri.
  • Þessir dreifbýliskúkar eru ekkert að gera glimrandi hluti á því sviði.
  • Þetta þýðir að Kristján Möller verður samgöngumálaráðherra, fólk er ekki að fatta hvað það er alvarlegt.
  • Loksins er Samkeppniseftirlitið að virka.
  • Frekar óbreytt ástand hjá Sjöllunum og Samfó því miður ekki að standa við stóru orðin.
  • Vá, hvað ég er að skilja þig vel........
En hvað ég er þakklát fyrir þetta

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Gunnarsson

Já, svona er það "...þegar fólk er ekki að ritskoða sig of mikið." (tilv. í bloggið þitt)

En er það ekki svo að þessi nýja notkun dvalarhorfsins (durativ) sé algengari með neitun? 

Valdimar Gunnarsson, 25.5.2007 kl. 19:27

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Maður er náttúrulega bara að skrifa eins og maður myndi tala til viðkomandi......finnst það bara gott mál......þarf ekki að hugsa eins mikið við lesturinn!!!!

Eva Þorsteinsdóttir, 25.5.2007 kl. 19:33

3 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Gott að sjá að skuli vera komin eftirlits einstaklngur á málfar okkar

Halldór Sigurðsson, 25.5.2007 kl. 21:44

4 Smámynd: Viðar Eggertsson

Velkomin, að nota mig sem efni í doktorsritgerð, meira góðverk get ég ekki gert þessa dagan. ég býð mig auðmjúkur fram. Notaðu mig!!!

Góðar kveðjur til allra í Kanada....

Viðar Eggertsson, 25.5.2007 kl. 22:36

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Eins og þetta horfir við mér, þá er betra að dvelja í hofi en í dvala. 
Ég er bara að grínast . Þetta er mjög áhugavert hjá þér!

Júlíus Valsson, 25.5.2007 kl. 23:01

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

erum við ekki vinkonar??

Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2007 kl. 01:04

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hehe. Valdimar, þessi setning var nú sett inn að ásettu ráði. Hins vegar stend ég sjálfa mig oft að því að nota svona setningar, bæði á íslensku og ensku. En þótt það sé rétt hjá þér að þetta sé mjög algengt með neitun þá er það ekki svo að þetta sé endilega algengara með neitun, nema með nokkrum sögnum (ég er ekki að skilja þetta, o.s.frv.). Ég gerði meira að segja könnun á því (lauslega) og með mörgum tilfellum kemur þetta nær aldrei fyrir með neitun. 

Viðar, takk kærlega fyrir. Og Eva, það er einmitt það sem ég meina. Af því að fólk skrifar eins og það myndi tala fæ ég betri aðgang að raunverulegri íslensku; þ.e. íslenskunni eins og hún er í raun, en ekki eins og einhverjir góðir segja að hún eigi að vera.

Ég vona að það taki það enginn upp þótt ég steli frá þeim einni og einni setningu. Ég er nefnilega svo hrifin af breytingum á málinu því þær sýna fram á hversu lifandi tungan er í rauninni (akkúrat  Erlingur).  Þetta er svo skemmtilegt.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.5.2007 kl. 03:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband