Skrekkur þriðji
26.5.2007 | 16:47
Í gær fór ég að sjá Shrek 3 og hafði bara gaman af. Ég er reyndar sammála því sem ég las í einhverjum dómi að þessa mynd vanti hjartað og standi þannig að baki hinum tveim fyrstu, en ég held það hafi verið alveg jafnmargir brandarar í þessari. Ég hló hjartanlega í fjölmörg skipti.
Það hefur einkennt Shrek myndirnar frá upphafi að þær eru jafnmikið gerðar fyrir fullorðna og fyrir börnin. Ekki á sama hátt og myndir eins og ToyStory sem setti inn fullorðinsbrandara hér og þar til að halda hinum fullorðnu ánægðum, heldur eru brandararnir fyrir þá fullorðnu líklega enn fleiri en þeir eru fyrir börnin. Það er eins og börnin fái að njóta sögunnar og teiknimyndanna og við hin fáum grínið og glensið. Alla vega hlógu þeir fullorðnu mun oftar í bíóinu en börnin. Stundum var þetta mjög hulið grín, eins og þegar Shrek og Artie eru um það bil að ná saman á viðkvæmu nótunum, þá byrjar galdrakarlinn Merlin að spila upphafstónana úr "That's what friends are for" með Diane Warwick. Maður þarf að þekkja lagið og muna textann til þess að njóta þessa fullkomlega. Þetta er auðvitað langt fyrir ofan þekkingu og skilning þeirra sex ára. En þau fengu líka nokkra piss og kúk-brandara handa sér.
Ég myndi segja að sagan í heild sé ekki eins góð og sú úr fyrstu myndinni (og líklega ekki heldur eins góð og sagan í mynd tvö sem þó stóð að baki þeirri fyrstu), og nýjabrumið er auðvitað farið, en myndin er alveg jafnfyndin og mér fannst þetta hin besta skemmtun.
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 16:55 | Facebook
Athugasemdir
Ég er mikill aðdáandi þessara Shrek-mynda og ég hlakka til að sjá mynd númer þrjú. Auðvitað er nýjabrumið farið af myndunum en þá er einmitt nauðsynlegt að hafa "familiar jokes" og "new jokes" í bland við söguna. Var það ekki í mynd 2 þar sem Gosi þurfti að ljúga til að geta hjálpað við flótta-atriðið? Það eru margir litlir punktar í þessum myndum sem gera það að verkum að maður getur horft aftur og aftur á þær ... veit ekki hvenær Shrek kemur hingað til Íslands, en þangað til styttir Jack Sparrow mér stundir.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.