Glaðningur frá skattinum

Í dag fékk ég bréf frá skattinum. Ég var taugaóstyrk þegar ég opnaði það enda hafði ég reiknað út á skattskýrslu minni að skatturinn skuldaði mér töluverða upphæð, og mér fannst það fremur ólíklegt þar sem ég hafði ekki borgað háa skatta á síðasta ári. Það er líka svo flókið að gera skattskýrsluna hér að ég geri alltaf vitleysu, jafnvel þótt ég fari yfir reikningana (og nei, þýðir ekkert að stinga upp á að ég fari að vera með endurskoðanda - prófaði það einu sinni og það gekk bara ekki upp). Upp úr bréfinu komu fjölmörg blöð og það tók tíma að komast í gegnum þetta allt saman. Það var ekki fyrr en ég fann tékka upp á 1866,57 dollara (rúmlega 106 þúsund krónur) að ég áttaði mig á því að ég hafði virkilega haft rétt fyrir mér. Skatturinn skuldaði mér. Ekki það að ég hafi ekki gert mistök - í ljós kom að skatturinn skuldaði mér enn meira en ég hélt. Það væri auðvitað upplagt að skella sér bara til Íslands fyrir peninginn - nú eða til Hong Kong (hægt að fá gífurlega ódýra miða frá Vancouver þangað) en ég ætla að vera ábyrgðarfull og fara með  þetta í bankann. Þetta eru vel rúm mánaðarlaun fátæks námsmanns (80.000 á mánuði frá Rannís).   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Innilega til hamingju með glaðninginn og TAKK fyrir lagið hér að neðan, How do you do. Meiri snilldin, man vel eftir þessu lagi út útvarpinu. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.5.2007 kl. 20:44

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Congratulations ... darara (syngist með nefi Cliffs Richards). Og mér líst vel á að þú hugsir þig vendilega um áður en þú spreðar öllu þessu fé!

Berglind Steinsdóttir, 30.5.2007 kl. 00:41

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Til hamingju!!!!!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.5.2007 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband