Moskíturnar komnar á stjá

Jćja, ţá er moskítótímabiliđ byrjađ. Í kvöld labbađi ég niđur á Alma til ađ skila vídeóspólu og náđi mér í eitt moskítóbit á upphandlegginn. Og núna sá ég eina inn í stofu. Á međan ég fór ađ sćkja flugnaspađann hvarf hún mér sjónum en ég mun hafa augun opin. Vona ađ ég finni hana áđur en ég fer ađ sofa ţví annars veit ég hvernig nóttin verđur: Ég reyni ađ sofa, ţegar ég er um ţađ bil ađ sofna heyri ég suđ viđ eyrun. Ég kveiki ljósin og fer ađ leita ađ moskítunni. Finn hana ekki. Fer aftur ađ reyna ađ sofa...og svo hefst leikurinn á ný. Í fyrra eyddi ég einu sinni bróđurpartinum af nóttunni í ađ drepa moskítóflugur. Veit ekki hversu mörg morđ voru framin ţá nótt en dugđi ekki til fyrr en um fjögur leytiđ um morguninn. 

Ég verđ ađ fara ađ tjasla saman heimatilbúna flugnanetinu og festa ţađ á gluggana međ teiknibólum (hér í Vancouver eru nćr aldrei flugnanet fyrir gluggum, ólíkt Winnipeg). Gallinn er ađ ţađ er ekki auđvelt ađ opna og loka gluggum ţegar búiđ er ađ koma slíku verki upp. Og ţađ er enn of kalt á morgnana til ađ hafa gluggana opna allan sólarhringinn. Vona ađ hlýni fljótt svo ég geti leyst moskítuvanda minn. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband