Berklar á kreik á ný

Ég heyrði í fréttum að maður í Bandaríkjunum hefði greinst með alvarlegt afbrigð af berklum og að hann hafi verið settur í sóttkví. Maðurinn flaug frá Prag til Montreal, í gegnum Frakkland, og keyrði síðan áfram yfir til Bandaríkjanna. Hætta er á að allt að 200 manns sem hann komst í návígi við gætu hafa smitast.

Við skulum vona að ekki sé annað HABL dæmi í uppsiglingu. Ég bjó í Winnipeg þegar sú sótt geisaði og ég man eftir því að hafa hlustað á morgunfréttirnar á hverjum morgni og fylgjast með nýju tilfellunum sem komu upp. Mjög snemma var sagt frá því að tilfelli hefðu greinst víða í Kanada, þar á meðal í Vancouver, og þar sem ég var um það bil að flytja til Vancouver var ég að sjálfsögðu býsna áhyggjufull yfir þessu. Hér er líka einn mesti fjöldi fólks frá Asíu í öllu Kanada, og þaðan kom sjúkdómurinn. Það var ekki rétt að hann hefði borist til landsins með aðeins einni manneskju. Tilfellin í Toronto mátti rekja til einnar manneskju en annars staðar á landinu kom sjúkdómurinn með öðru fólki.  Þegar tilfellum fór að fjölga í Toronto var eins og önnur tilfelli hefðu gleymst og við heyrðum aldrei neitt frekar um hvernig staðan væri á öðrum stöðum þar sem tilfelli höfðu greinst. Að sjálfsögðu mátti draga þá ályktun að það þýddi að náð hafi verið að stöðva sjúkdóminn annars staðar en í Toronto, en ég man hversu pirruð ég var yfir því að heyra ekkert. Ég beið alltaf eftir því að heyra eitthvað jákvætt, eins og tilkynningu um að nú væri búið að koma í veg fyrir sjúkdóminn í Vancouver, í Alberta...(man ekki hvar annars staðar hann kom upp). Ég held að allt hafi verið reynt til að láta eins lítið fara fyrir þessu og hægt var til þess að koma í veg fyrir að túristar hættu við að ferðast norður yfir landamærin. En það var ekki hægt að láta sem ekkert væri. Landsmenn voru virkilega skelkaðir enda trúðu margir því að við værum að fá yfir okkur faraldur á við þann sem sem kom með bólusóttinni. Og svo þegar þetta var búið, og sjúklingarnir annað hvort dánir eða orðnir frískir, þá trúðum við því varla að ógninni skyldi hafa verið afstýrt.

Eitt berkladæmi mun að sjálfsögðu ekki skapa miklar áhyggjur, en ef fleiri tilfelli greinast á næstu dögum þá gæti farið svo að maður sæti aftur límdur fyrir framan útvarpið og biði frétta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Berklar ja. I Pavia eru 2 "skipulagdar" sigaunabudir og svo eru um 200 sigaunar bunir ad yfirtaka gamlar verksmidjur (um 1 km fra thar sem eg by) og bua thar innum rottur og skit, an rafmagns og rennandi vatns audvitad. Eg las i baejarbladinu ad nu eigi ad fara ad hreinsa til tharna, koma thessum sigaunum burtu -ekki sist vegna thess ad thar eru sprottin upp nokkur tilfelli af berklum! Til allrar hamingju liggja thessar verskmidjur utan thess svaedis thar sem eg fer ad labba med erfingjann, en eg verd ad segja ad eg fekk svolitid sjokk ad lesa thetta! Nogu slaemt er ad hafa hverfid fullt af sigaunum sem eru oft halfir ofan i ruslatunnunum ad leita ad einhverju matarkyns en ad geta i ofanalag nad ser i berkla, thad var hm, ovaent! Ja og thad er a hreinu ad eg fer ekki aftur med straeto her i baenum, thvi sigaunarnir ferdast mikid med straeto sem thar af leidandi er upplagdur stadur til ad kraekja ser i berkla! Sveimer tha, er ekki haegt ad thvinga thetta lid til ad bolusetja sig?

Rut (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband