Baráttan við kóngulærnar

Áðan sá ég stóra svarta kónguló í loftinu hjá mér. Ég greip flugnaspaðann sem nú er alltaf við höndina, steig upp á stól og reyndi að drepa kvikindið en náði ekki alveg svo kóngulóin datt niður á gólf og hvarf. Ég leitaði nokkra stund en varð að játa mig sigraða. Um fimmtán mínútum síðar var kóngulóin komin upp í loftið á ný, nema hvað hún var neðar núna (ég bý í risíbúð og hún var neðarlega á hallanum). Nú klikkaði ég ekki og endaði á að skrapa dauða kónguló af spaðanum ofan í ruslið. Þýðir þetta að nú muni fara að rigna aftur?

Ég fylgist betur með kóngulónum núna eftir að ég heyrði að við hefðum svörtu ekkjuna hér í BC. Ég hélt að hún fyndist bara í suðurhluta Alberta en það var víst ekki rétt. Hún finnst hér líka. Þannig að nú tek ég enga sénsa og hlífi engum kóngulóm. Nú skal barist upp á líf og dauða (kóngulónna). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég man eftir laginu eins og það hafi verið spilað fyrir mínútu síðan.

Hvort það heitir ekki bara: "Carnival de Paris"?

Ef ekki þá hrikalega nálægt því.

Heimir L. Fjeldsted, 30.5.2007 kl. 12:33

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.5.2007 kl. 18:35

2 identicon

Ég er skíthræddur við kóngulær og tannlækna og þess vegna er mín helsta martröð að kónguló eigi eftir að bora í tennurnar mínar (pssst: ég er að vísu skíthræddur við flest öll skordýr - aðallega kóngulær, geitunga og býflugur).

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 22:24

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk Heimir. Þetta er einmitt lagið.

Doddi, þá er best fyrir þig að vera á Íslandi. Alls staðar annars staðar er allt morandi í skorkvikindum. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.5.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband