Niðurrif

IMG_8139Þegar ég kom heim úr klifurhúsinu í dag blasti við mér spýtnabrak þar sem áður var hús. Nánar tiltekið húsið við hliðina á mér. Þetta þýðir væntanlega að ég þarf að fá mér gardínur fyrir baðherbergisgluggann. Áður var veggurinn á húsinu við hliðina það eina sem sást út um gluggann (og þar af leiðandi sást ekkert inn). Nú verður þarna væntanlega fjöldi karlmanna að vinna...og í þessum hita, fjöldi hálfnaktra karlmanna...bíddu, ég fer ekki að fá mér gardínur. Maður þarf augljóslega ótakmarkað útsýni!!!

 IMG_8142


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Ingi Kvaran

Hihihi Heppin þú.

Páll Ingi Kvaran, 30.5.2007 kl. 23:10

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Auðvitað má ekkert blokkera útsýnið ... heheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 23:35

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Góð hugmynd Anna. Og svo kaupi ég svona filmu sem maður setur á gluggann og þá sér maður vel út en aðrir geta ekki séð inn. Þá get ég skoðað upphandleggsvöðvana á strákunum alveg í friði.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.5.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband