Þrekvirki Bítlanna

Engin hljómsveit jafnast á við Bítlana og ég stórefa að nokkur hljómsveit muni nokkurn tímann ná með tærnar þar sem þeir hafa hælana. Hljómurinn, textarnir (á seinni plötunum), laglínan... allt var þetta eitthvað svo frumlegt og nýtt. Ekki var aðeins að þeir breyttu tónlist þess tíma - þeir eru enn þeir tónlistarmenn sem hafa mest áhrif á aðra tónlistarmenn.

Sgt. Peppers platan var auðvitað stórvirki út af fyrir sig. Lögin höfðu þennan tengda hljóm (þótt platan hafi kannski ekki náð að vera eins mikið 'concept' og Paul hafði viljað) og þarna eru lög eins og t.d. A day in the life, sem er algjör gullmoli. Plötuumslagið var svo bylting út af fyrir sig. Ekki bara myndin, sem sýnir fjöldann allan af frægu fólki; ekki bara 'Paul is dead' vísbendingarnar sem eru svo margar; heldur kannski fyrst og fremst fyrir það að textarnir eru prentaðir á baki plötunnar - í fyrsta sinn sem það var gert á  nokkurri plötu. Þar að auki er umslagið tvöfalt.

Ég elska þessa plötu - ekki bara lögin heldur líka umslagið. Þetta er eitt af þeim dæmum um hvernig gamla platan var fremri geisladisknum. Það er bara ekki alveg það sama að halda á hulstrinu af Sgt. Peppers geisladisknum og það var að halda á plötuumslaginu sjálfu.  

Reyndar verð ég að segja að ég hef alveg jafngaman af að hlusta á Abbey Road, Revolver, Let it be og Rubber Soul. En það þýðir bara að Sgt. Peppers var ekki eina frábæra platan með Bítlunum. 


mbl.is 40 ár frá útkomu Sgt. Pepper's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

40 ár, ég trúi þessu varla... mér fannst ég vera orðinn svo fullorðinn þegar hún kom út... ég hef bara verði 13 (að verða 14!)... ég er sammála öllu því sem þú skrifar um Bítlana og Sgt. Pepper´s... þeir voru svo leitandi og frumlegir og voru alltaf að gera tilraunir með hljóð o.þ.h. þess vegna var svo spennandi að bíða eftir næstu plötu, maður vissi aldrei hvað kæmi næst. Sgt. Pepper´s albúmið einstakt og verður ekki eftir leikið... ég er nú svo væmin og meir með aldrinum að ef Bítlalag kemur óvænt aftan að mér, þá getur lekið tár... sterkar minningar tengdar öllum þeirra lögum

Brattur, 31.5.2007 kl. 22:48

2 identicon

Ég er ekki svona nostalgíumaður hvað varðar tónlistina. Bítlarnir voru jú snillingar en fyrir mér eru minni líkur á því að nokkurn tíma komi fram jafngóðar kvikmyndir og LordoftheRings-myndirnar, heldur en jafngóð hljómsveit og Bítlarnir.

Don't get me wrong - Sgt. Pepper's er snilldarverk og ég elska þá plötu - en ég stend fastur á því að Jagged Little Pill með Alanis Morissette og Black Holes & Revelations með Muse séu betri plötur. Þannig er ég og sem betur fer eru ekki allir eins. Persónulega finnst mér Sgt. Pepper's besta plata Bítlanna.

Picture yourself on a boat on a river ...  

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband