Aðeins meira um hokkí

Ég hef ekkert skrifað um hokkí undanfarið (og flestir sennilega guðslifandi fegnir) en það er fyrst og fremst vegna þess að Vancouver datt út úr bikarnum fyrir tæpum mánuði. Ottawa Senators hafa hins vegar farið alla leið í úrslitaseríuna sem nú er í fullum gangi. Flestir veðjuðu á Ottawa sem hefur beinlínis slátrað andstæðingum sínum hingað til og þurfti yfirleitt ekki nema fjóra til fimm leiki til að fá þess að sigrja fjórum sinnum. Nú er hins vegar svo komið að Anaheim (sem sló Vancouver úr keppninni) hefur sigrað fyrstu tvo leikina og er með spaðann á hendinni. Það hefur aðeins einu sinni gerst í sögu Stanley bikarsins að lið hafi tapað fyrstu tveimur leikjunum og síðan náð að vinna mótið. Það voru Montreal Canadians sem það gerðu. Það lítur því ekki vel út fyrir Ottawa.

Þetta minnir mig á grein sem ég las fyrir einhverjum mánuðum þar sem greinarhöfundur kvartaði yfir því að deildinni væri einfaldlega misskipt. Liðin í vesturriðlinum væru almennt mun betri en þau í austurriðlinum. Það er í raun ekkert hægt að gera í þessu því liðunum er skipt eftir staðsetningu (austur og vestur - nema hvað Detroit er með vestur sem er mjög undarlegt) og því verður auðvitað ekki breytt. Þetta þýðir hins vegar að Ottawa, sem er með langbesta liðið í austurriðlinum, hefði ekki átt öruggan sigur gegn neinu af fjórum bestu liðinum vestra (Anaheim, Vancouver, San Jose og Detroit). Ég held reyndar að Ottawa liðið sé tæknilega betra en öll þessi lið, og ætti að geta unnið þau öll (og myndi örugglega hafa slegið Vancouver út), en serían núna á móti Anaheim er sú fyrsta þar sem Ottawa hefur virkilega þurft að leggja á sig. Þeir spiluðu ekki vel fyrsta leikinn og þurfa augljóslega að gera betur. Nú er bara að vona að tapið í Anaheim hafi verið spark í rassgatið á þeim og að þeir taki sig nú til og vinni leikina sem eftir eru. Við þurfum að fá titilinn til Kanada.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband