Sumarið er komið
1.6.2007 | 06:09
Í dag fór ég í sund. Ég hef ekki farið í sund í langan tíma - ekki síðan ég var á Íslandi um jólin. Það er bara ekki það sama að fara í sund hérna. Annars var laugin fín í dag. Ekki eins köld og hún var í Manitoba þar sem ég þurfti að synda fjórar ferðir áður en ég hætti að skjálfa. Í sag var svolítið kalt að fara ofan í en að öðru lagi fínt. Ég synti í innisundlauginni. Þar voru miklu færri en úti og mér leiðis að synda með mörgum. Þótt skipt sé í hægsund, meðalsund og hraðsund þá virkar það aldrei. Ef ég syndi í hægferð þarf ég alltaf að vera að taka fram úr, en ef ég fer yfir í meðalhraðann þá er alltaf verið að fara fram úr mér. Ég er ekki góð í sundi. Eina íþróttagreinin sem ég var alltaf léleg í í skóla. Fékk alltaf tíu í leikfimi og svona fimm eða sjö í sundi. Nema í níunda bekk, þá fékk ég níu. Skil ekki enn hvernig það gerðist.
Eftir sundið fór ég inní stúdentamiðstöðina, fékk mér avokadórúllu og Edamame og lærði rökfræði á meðan ég borðaði. Sat þarna í um tvo klukkutíma og las um afleiðslur. Labbaði svo heim í gegnum skóginn. Þar var alveg yndislegt. Sól hátt á lofti og hiti. Heldur kaldara í skóginum sem var gott.
Í kvöld fórum við Marion svo og horfðum á ultimate liðið hans Ryans. Þeir töpuðu en það var gaman að horfa á. Einn strákurinn í liðinu, Jason, vinnur við kvikmyndagerð og hefur komið að mörgum stórmyndum. Hann er núna að vinna að mynd með Penelope Cruz og Ben Kingsley. Í frítíma sínum er hann svo að vinna að handriti að kvikmynda ásamt félaga sínum, leikstýrir tónlistarmyndböndum, ofl. Það var býsna athyglisvert að tala við hann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.