Nokkrar stórkostlegar plötur

Af því að ég var aðeins að tala um Sgt. Peppers um daginn fór ég að hugsa um hvaða plötur eru hrein stórvirki - svona plötur þar sem allt eða nær allt er fullkomið. Ég hef alltaf verið sannfærð um að Brothers in Arms með Dire Straits ætti að vera á slíkum lista, en hvaða plötur aðrar?

Hér er listinn (í engri sérstakri röð) sem ég kom upp með þegar ég fór að hugsa um þetta. Tek fram að ég er viss um að ég er að gleyma plötum sem mér sjálfri finndist að ættu að vera þarna (plús öllum plötunum sem ykkur finnst að ættu að vera þarna). Tek líka fram að ég sleppi Bítlaplötum og Paul McCartney plötum því það er of erfitt að takmarka sig við eina eða tvær slíkar.

R.E.M. - Automatic For The People/ Out of time
Radiohead - OK Computer
Nirvana – Nevermind
Jefef Buckley – Grace
Oasis - (What's The Story) Morning Glory?
Blur – Parklife
Fleetwood Mac – Rumours
Pink Floyd – The dark side of the moon/The wall
U2 – The Joshua tree
Barenaked Ladies – Stunt
Muse – Black holes and revelations/Absolution
Red Hot Chili Peppers – Californication/By the way
Dire Straits – Brothers in arms
Alanis Morisette – Jagged Little Pill
Creed – Weathered/My own prison
System of a down - Mezmerize 

Hér er engin Stones plata þótt mér þyki Stones frábærir. Það hefur bara aldrei nein ein plata með þeim staðið upp úr hjá mér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegur listi. Ég er einmitt á því að bæði Grace og OK Computer séu með bestu plötum allra tíma.

Maja Solla (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 20:23

2 identicon

Frábær listi hjá þér. Þegar maður sér þessi snilldarverk, þá gerir maður sér grein fyrir því hversu mikið er til af frábærri tónlist, og mér finnst tónlist svo nauðynlegur lífsins kraftur.

Nokkrar listaverkaplötur sem koma upp í hugann núna:

Writer's Block - Peter, Björn and John
Thriller - Michael Jackson
Sgt. Pepper's - Bítlarnir (mín uppáhaldsbítlaplata)
Back to Black - Amy Winehouse
Faith - George Michael
Legend - Bob Marley and the Wailers
Achtung Baby - U2 (uppáhaldsu2platanmín)
At Last - Etta James
Tragic Kingdom - No Doubt
Purple Rain - Prince

Svo er slatti í viðbót ....  

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 22:26

3 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Exile On Main Street - Rolling Stones. gargandi snilld!!!!

Bjarni Bragi Kjartansson, 2.6.2007 kl. 00:55

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Góðar tillögur allt saman.

Bjarni, Blue Rodeo eru ennþá starfandi. Ég sá þá einmitt á Bluesfest í fyrra og sé að þeir verða þar aftur núna. Það var mjög skemmtilegt að sjá þá þótt ég hafi aðeins heyrt nokkur lög með þeim undanfarin ár. Lagið Try er til dæmis frábært. Ég held að Crash test dummies séu ekki til lengur. Þeir spiluðu t.d. aldrei í Winnipeg í þau fjögur ár sem ég bjó þar og eru þó frá þeirri borg. Ég held ég hafi heyrt að söngvarinn hafi verið í einhverri vitleysu, en það er kannski misminni. Spirit of the west hef ég aldrei heyrt á minnst. En það þarf þó ekki að þýða neitt.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.6.2007 kl. 04:38

5 Smámynd: Páll Ingi Kvaran

Flottur listi hjá þér!

Black holes and revelations og Mezmerize fundust mér reyndar ekki nógu góðar miðað við fyrri plötur sveitanna.

Damien Rice - O
The mars volta -  De-loused in the comatorium
Death cab for cutie - Plans
 

Páll Ingi Kvaran, 2.6.2007 kl. 13:38

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frábær listi, kannast ekki við tvær af þessum hljómsveitum en hinar ... OK Computer er algjör snilld, líka Nevermind, á þær báðar. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.6.2007 kl. 13:45

7 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sæl Kristín. 

Flottur listi.  Þú hefðir alveg mátt hafa Bítlanna inni, bara til að sýna hvað þeir voru og eru enn miklir áhrifavaldar í tónlistinni.

Marinó Már Marinósson, 2.6.2007 kl. 14:07

8 identicon

Það voru nokkur góð lög á Brothers in arms þó finnst mér 1 plata kappanna alltaf best.
Svo verður Pink Floyd náttlega að vera, margar plötur þeirra eru vanmetnar.

Ef þú ert að fíla Dire Straits þá er sóló plata Mark Knopfler shangri-la alger snilld, kannski ekki alveg Dire Straits en snilld samt sem áður.

Skrifa kannski meira síðar

DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 15:05

9 identicon

Melon Collie and the infinite sadness með Smashing Pumpkins tekur flestar þessar plötur í rass.

Og MUSE Origin Of Symmetry er betri en BHAR og Absolution til samans. 

Ari (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 15:21

10 Smámynd: Púkinn

Púkinn er nú nokkuð sammála, en ekki alveg - Oasis mun seint lenda á nokkrum lista yfir uppáhaldsplötur Púkans, en hins vegar myndi Púkinn bæta við nokkrum plötum, svo sem:

 The rise and fall of Ziggy Stardust and the spiders from Mars (David Bowie)

 Bat out of Hell (Meat loaf)

 Dreamtime (Stranglers)

... nú og svo Queen, auðvitað 

Púkinn, 2.6.2007 kl. 16:11

11 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk Bjarni. Ég tékka á þeim. Annars er Langley of langt í burtu fyrir fólk sem á ekki bíl.

Páll Ingi, ég var einmitt að hugsa um að hafa Plans með Death Cap for Cutie þarna inni. Það er auðvitað frábær plata. 

Marínó, ég myndi þá bæta við Revolver, Sgt. Peppers, Rubber Sould, Abbey Road, the White Album og sennilega Let it Be.

Doctor E, takk. Ég tékka á Shangri-La.

Ari, ég hef hreinlega heyrt of lítið með Smashing Pumkins og aldrei heila plötu. En það er greinilega þess virði að tékka á þessarri. En ég er ekki sammála þér með því að  Origin of Symmetry sé betri en hinar. En kannski hefði hún átt að vera þarna með þeim.

Púki, það er eitthvað við þessa plötu Oasis. Kannski af því að hlustaði svo mikið á hana í háskóla og hún hefur þar af leiðandi þennan sérstaka nostalgíu stað. Ég hef aldrei hlusað á Ziggy Stardust í heild og gat því ekki sett hana þarna. Ég verð hins vegar að vera sammála þér með að Bat out of Hell er mögnuð plata. Þegar ég var unglingur spilaði ég plötuna á háum styrk og gargaði með. Queen er flott hljómsveit en eins og með Stones, frábær lög en aldrei beinlínis heil plata mögnuð.

Skemmtilegar umræður. Takk allir fyrir hjálpina og athugasemdirnar. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.6.2007 kl. 16:54

12 identicon

Á mínum lista myndu einnig vera "Doolittle" med Pixies, "White blood cells" og "Elephant" med White Stripes, "Diamond dogs" og "Ziggy Stardust" med Bowie og "Abbey Road" med Bítlunum. Og "Ok Computer", svo ég nefni nokkrar.. Plús böns sem ég man ekki eftir akkúrat núna ;)

Helga (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband