Vondar fréttir

Rétt áðan fékk ég tölvupóst frá skorarformanni málvísindaskorar þar sem tilkynnt var um innbrot í Buchanan E álmuna (þar sem málvísindaskorin er). Brotist var inn í skrifstofu Lisu Matthewson, sem er umsjónarkennarinn minn, með því að brjóta gluggann fyrir ofan dyrnar og komast þar inn (hljóta að vera fimleikamenn). Þar var tölvunni hennar stolið, þrátt fyrir að tölvan væri læst niður með því sem á að vera traustur öryggisbúnaður.

Í hittifyrra var brotist inn í þrjár eða fjórar skrifstofur með því að spenna upp lásinn á hurðunum. Það sem er verst við þetta allt er að óviðkomandi eiga ekki einu sinni að komast inn húsið um helgar, hvað þá að komast alla leið inn á gangana, sem einnig eru kyrfilega læstir. Einhver hlýtur að hafa skilið hurðirnar eftir opnar.

Það er óþolandi að fólk geti ekki haft hluti sína í friði fyrir glæpamönnum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband