Memory almost full

Ég er ađ hlusta á nýja diskinn međ Paul McCartney, Memory almost full, sem kom út hér vestra í dag (og er seldur á Starbucks). Ég er bara búin ađ heyra fyrstu fimm lögin ţannig ađ ég er ekki farin ađ mynda mér skođun ennţá, en platan lofar góđu. Hún minnir töluvert á Flaming Pie (sem mér fannst stórkostleg plata) og Chaos and creation in the backyard. Platan er afturlit til fortíđar, til bernskuáranna og ţađ er ţví vel viđ hćfi ađ Paul leitar í gamlan tónlistararf. Ţađ  má heyra Bítlahljóđ ţarna en kannski enn frekar hljóm frá fyrstu árum sólóferils Pauls, svo sem frá Venus and Mars (sem er önnur stórkostleg plata).

Ég á eftir ađ hlusta á plötuna nokkrum sinnum áđur en ég mynda mér almennilega skođun. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Ţađ er ávallt viđburđur ţegar nýtt efni kemur fram međ Bítlunum. Hins vegar finnst mér Paul aldrei hafa náđ sér almennilega á strik eftir ađ hljómsveitin hćtti nema e.t.v. á fyrstu sólóplötunni hans, sem var ágćt. Hún hét víst bara "McCartney". Ţar lék hann sjálfur á öll hljóđfćrin. Mér fannst Wings ćvintýriđ hrein hörmung. Ţađ verđur gaman ađ heyra ţessa nýju plötu. Síđasta platan hans var fremur leiđinleg ţótt hún hafi veriđ valin plata ársins 2005. Hún hét Chaos and Creation in the Backyard.

Sem betur fer er smekkur manna ţó misjafn.  

Júlíus Valsson, 6.6.2007 kl. 12:00

2 Smámynd: Brattur

McCartney hefur alltaf veriđ minn mađur. Kannski ekki allt jafngott sem frá honum hefur komiđ eftir Bítlana, en oft mjög góđur. Wings plöturnar margar fínar. Nefni bara "Band on the run". Paul er náttúrulega risi í tónlistarsögunni og hefur alltaf haft mikinn metnađ í ţví sem hann sendir frá sér.Ţađ var hann sem dreif Bítlana áfram síđustu árin og Sgt. Pepper's mjög gott dćmi um framsćkni og ţróun í sköpun. Sá McCartney einu sinni á tónleikum fyrir mörgum árum í London. Ţađ var bara eitt af ţví sem mađur "varđ" ađ upplifa og hann brást ekki. Stanslaus keyrsla á prógramminu og hvergi hik á einu né neinu.

Brattur, 6.6.2007 kl. 14:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband