Endurnar unnu Stanley bikarinn

Anaheim endurnar hreinlega rústuðu þingmönnum Otttawa í fimmt leik liðanna í kvöld, 6-2, og unnu þar með fjórða leikinn í baráttunni um Stanley bikarinn. Ottawa átti mjög slæman leik og náði ekki nema 13 skotum að marki. Þar að auki skorðu þeir sjálfsmark þegar pökkurinn þvældist um skauta markmannsins og inn (þegar engin önd var nálægt) og þeir brenndu líka af vítaspyrnu. Það var sem sagt allt gegn Ottawa í kvöld.

Anaheim var vel að sigrinum kominn enda eiga þeir frábæra leikmenn eins og Finnann Teemu Selanne (sem spilaði með Winnipeg Jets áður en liðið var selt til Bandaríkjanna), Svíann Samuel Pahlson og Kanadamennina Rob og Scott Niedermayer, Ryan Getslaf, Andy MacDonald og Chris Pronger. Reyndar er megnið af liðinu frá Kanada, og einnig þjálfarinn, Randy Carlyle, sem þjálfaði Manitoba Moose þegar ég fór á Moose leiki. Það er reyndar sniðugt að það var Alain Vigneault (þjálfari Cancucks) sem tók við af Carlyle með Manitoba liðið.

En nú verður bara að stefna að því að fá bikarinn til Kanada á næsta ári. Og fyrst hann er kominn á vesturströndina, í fyrsta sinn síðan 1925, þá er ekki úr vegi að skella honum bara beint í norður svo við fáum hann á næsta vori.  

Á myndinni má sjá fyrirliðann Scott Niedermayer hampa bikarnum en eins og margar Endur hefur hann ekki rakað sig síðan úrslitakeppnin byrjaði. Scott var líka valinn mikilvægasti leikmaður keppninnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband