Enn breytingar hjá Law & Order
7.6.2007 | 23:43
Undanfarna daga hafa verið að berast upplýsingar frá NBC um Law & Order þættina. Mikilvægast er að skrifað hefur verið undir samkomulag um áframhald á framleiðslu þáttanna sem í haust munu hefja sitt átjánda tímabil.
Milena Govich sem lék Ninu Cassady í aðeins einn vetur mun hætta og í hennar stað kemur Jeremy Sisto sem sumir kannast kannski við úr Six feet under (voru þeir þættir ekki örugglega sýndir heima?). Mér leiðist Sisto og ég er hundfúl yfir þessum breytingum. En kannski er það vegna þess að ég var að vona að ef Govich færi þá kæmi Chris Noth aftur til baka yfir á Law & Order flaggskipið. Nú þegar á að færa Law & Order: Criminal intent yfir á kapal eru miklar líkur á að Noth og/eða D'Onofrio muni báðir yfirgefa þáttinn. Chris Noth var frábær í Law & Order seríum 2-5, áður en hann gerði garðinn frægan sem Mr. Big í Sex and the City. Hugsið ykkur, Chris Noth og Jesse Martin saman á skjánum. Úllalla.
Aðrar breytingar sem tilkynnt hefur verið um er brotthvarf Fred Thompson (sem Arthur Branch) en talið er líklegt að hann muni reyna að fá tilnefningu sem forsetaefni Repúblikana. Hann er lögfræðingur sem hefur verið töluvert í stjórnmálum samhliða leiklistarferli sínum. Ef stóll ríkissaksóknara losnar er ekki ólíklegt að Sam Waterston muni fá stöðuhækkun, enda hefur hann verið aðstoðarmaður ríkissaksóknara núna í 12 ár. Waterston er þar að auki farinn að eldast og sjálfsagt þreyttur á að keyra á milli New York og Connecticut þar sem hann býr. Hlutverk ríkissaksóknara er töluvert minna og er vanalega tekið upp á einum degi þannig að hann gæti með þessu móti verið áfram í þáttunum án þess að vinna of mikið. Þar að auki er Waterston hátt launaður og þar sem þátturinn hefur tapað miklum vinsældum er ekki ólíklegt að NBC vilji ódýrari leikara í hlutverk EADA. Og hver kemur þá í stað Sams er ekki gott að vita. Ég held hins vegar að það sé ljóst að Sam Waterston muni halda áfram því í fyrsta lagi hefur ekki verið sagt að hann muni hætta (og vanalega er það komið á hreint á þessum tíma hver hættir og hver heldur áfram) og í öðru lagi tel ég það sjálfsmorð fyrir þættina ef Jack McCoy er ekki þarna ennþá. Hann er án efa langvinsælasti karakterinn. Og það er ljóst að karakterarnir skipta ótrúlegu máli. Eftir brotthvarf Jerry Orbachs, t.d. tapaði þátturinn miklum vinsældum og hefur aldrei náð sér almennilega eftir það. Þar auð auki fór NBC að rokka með tímann sem var ekki gott heldur. Miðvikudagskvöldin voru góð. Föstudagskvöld...fáránlegt. Hér horfir enginn á sjónvarp á föstudögum.
En við verðum að sjá hvað gerist og hvort þátturinn nær að jafna met Gunsmoke (longest running drama) sem sýnt var í bandarísku sjónvarpi í 20 ár.
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Facebook
Athugasemdir
Fyrirgefðu Kristín þessi athugasemd tengist ekker þessari færslu þinni.
Mig langaði bara að segja, svakalega er tattúið þitt flott.
Ég fíla Krummana í botn, það er eitthvað mikið við þá.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 8.6.2007 kl. 01:13
Takk kærlega Kalli. Algjörlega sammála þér (bæði með tattúið og krummana).
Kristín M. Jóhannsdóttir, 8.6.2007 kl. 04:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.