Harry daðrar í Calgary

Harry er núna staddur með hersveit sinni í Calgary í Kanada við æfingar. Í gær eða fyrradag fór hann á kúrekabar og eyddi megninu af kvöldinu í að daðra við einn barþjóninn. Kom svo aftur eftir lokun og fékk að vera einn með henni um stund. Stúlkan sú tekur víst þátt í  keppninni um kynþokkafyllsta barþjóninn og metnaður hennar er að verða Playboy kanína. Yrði flott prinsessa sú. Kanadísku blöðin eru full af fréttum um þetta daður prinsins sem sýnir mér að það eru ekki bara Íslendingar sem verða spenntir þegar landsmenn slá sér upp  með frægum útlendingum. Ég hef reyndar ekki heyrt frasann 'Canada's daughter-in-law' ennþá, né 'Friend of Canada', en þess verður varla langt að bíða. Við Íslendingar verðum bara að kenna þeim að þeir sem slá sér upp með Kanadamönnum verða sjálfkrafa tengdasynir og -dætur Kanada, og þeir sem koma til landsins eru Kanadavinir - hvort sem þeim líkar dvölin vel eða illa. Skil ekki af hverju Kanadamenn eru ekki búnir að fatta svona einfalda hluti sem allir Íslendingar vita. 

Hef reyndar velt einu fyrir mér: Ef þeir sem koma til Íslands í heimsókn eru Íslandsvinir, hvað eru þá þeir sem aldrei koma hingað? Íslandsóvinir? 


mbl.is Harry Bretaprins sagður ætla að hætta í breska hernum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Einmitt. Þeir eiga að giftast konum sem þeir elska ekki svo hægt sé að fá almennilegan skandal við skilnaðinn. Sjá Kalla pabba.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.6.2007 kl. 21:25

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Las það um daginn að litli prinsinn hafi orðið frekar fúll yfir því að fá ekki að fylgja hersveit sinni til Íraks og hótað að hætta í hernum, honum hefur greinilega snúist hugur.

Það er samt einhvernvegin miklu notalegra að vita af honum í Kanada með tilburði til að fjölga mannkyninu, heldur en í Írak að fækka því.

Það var þannig í eina tíð erlendir menn sem eyddu nánast allri ævinni í það að sýna Íslandi áhuga og hollustu fengu sæmdarheitið "Íslandsvinur", í dag nægir að einhver rokkstjarna, þarf ekki að vera merkileg, leysi vind í átt til Íslands þá er hinn sami þar með orðinn "Íslandsvinur".

Róbert Tómasson, 10.6.2007 kl. 08:21

3 identicon

Finnst þetta ansi áhugaverð pæling hjá þér, Kristín, ... þetta með Íslandsóvininn

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband