Viðbót við fréttina
11.6.2007 | 15:47
Ég þarf endilega að bæta aðeins við þessa frétt af því að ekkert er sagt um það hvers vegna Harper neitaði að hitta Bono. Svo er nefnilega mál með vexti að Bono hefur sakað Kanada um að draga lappirnar þegar kemur að Kiyoto sáttmálanum og hefur meira að segja sagt að Kanada standi í vegi fyrir að samþykkt verði ákveðin prósentulækkun á úrgangsefnum í loftslaginu. Bono vildi fá að tala við Harper til að ræða þessi mál. Harper er í mikilli vörn í sínu heimalandi vegna þess að íhaldsríkisstjórnin virðist ætla að reyna að komast undan því að halda Kiyoto og hann hefur greinilega ekki haft áhuga á að reyna að verja afstöðu sína gagnvart tónlistarmanni. Ég held þetta hafi því ekkert með það að gera að Harper hafi ekki áhuga á að hitta persónuna Bono. Og þetta skot á Paul Martin er ósanngjarnt.
Ég sagði frá því fyrr í vetur að starfsmaður Environment Canada hafi lekið þeim upplýsingum í fjölmiðla að íhaldsstjórnin hugðist ekki standa við Kyoto sáttmálann. Hann var rekinn og ríkisstjórn Harpers hefur reynt að sópa yfir þetta. Á G8 fundinum virðist hins vegar hafa komið í ljós að eitthvað var til í þessum fréttum. Enda man ég eftir að hafa hlustað á fund í alþingi Manitoba þegar verið var að ræða Kyoto og þá voru íhaldsmenn harkalega á móti sáttmálanum.
Það eina sem hægt er að segja Kanada til varnar er að þeir keppa um sömu markaði og Bandaríkjamenn sem hafa harðneitað að samþykkja sömu lækkun á losun úrgangsefna og aðrar G8 þjóðir. Harper hefur bent á að ef Kanada geri þetta en Bandaríkin ekki, þá verði samkeppnin að engu því Kanada geti ekki keppt við nágrannana í suðri. En ég verð því miður að segja að ég hef enga trú á Stephen Harper og þótt liberal stjórnin hafi ekki verið neitt sérstök, sérstaklega ekki eftir að Paul Martin tók við af Chrétien, þá var hún samt mun betri en það sem við höfum núna.
Hafði ekki áhuga á að hitta Bono | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir þetta! Áhugavert.
Páll Ingi Kvaran, 11.6.2007 kl. 15:51
Er nú ekki verið að lesa aðeins of mikið út úr þessu. Þó að Bono langi að hitta einhvern mann, þarf þá að útskýra það eitthvað ef sá maður nennir ekki að hitta hann? Ekki tæki ég í mál að hitta Bono ef mér byðist það, enda þykir mér maðurinn afspyrnuleiðinlegur. Er annars verið að segja með þessu að Bono eigi rétt á að hitta hvern sem er og að menn þurfi að hafa góða ástæðu fyrir að neita honum? Vitleysa.
Benedikt (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 09:39
Ég er ekki að lesa neitt út úr þessu og ekkert sem ég segi hér að ofan er mín ágiskun um ástæðu þess að Harper vildi ekki hitta Bono. Ég er hreinlega að bæta við þessa frétt upplýsingum sem hafa verið í kanadísku blöðunum að undanförnu. Þar hefur þessu máli augljóslega verið gerð mun betri skil, enda er þetta kanadíski forsætisráðherrann sem á í hlut. Og að því er ég best veit hafa þau heldur ekkert verið að giska á neitt, heldur hafa þau verið að ræða við Harper og vita nákvæmlega út á hvað þetta gengur. Og það sem skiptir máli er að Bono hefur verið í góðu sambandi við kanadísk stjórnvöld hingað til og hefur getað hitt stjórnmálamenn þegar honum sýnist, en það var þegar Kanada var ekki að reyna að bakka út úr Kyoto.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.6.2007 kl. 14:29
Vildi bara segja þér Kristín, að ég kom kveðjunni til skila til Þórðar og honum þótti vænt um það.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 16:32
Takk Doddi
Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.6.2007 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.