Vantar hjálp með moggabloggsspilarann

Þegar ég reyni að setja inn lög í spilarann minn hér til hægri virðist alveg happa og glappa hvort það tekst eða ekki. Stundum hef ég hlaðið inn lagi og þegar ég reyni svo að spila það kemur það á tvöföldum hraða. Eða það hikstar allt. Ég hafði lengi planað að skrifa smá pistil um kanadíska tónlist, svona til að kynna fyrir ykkur hinum hvað er skemmtilegt að gerast hér norðvestra, en það hefur gengið svo illa að setja inn lög að ég hef lítið skrifað (enda miklu gagnlegra ef fólk getur hlustað á sýnishorn þegar það les). Er einhver sem veit hvað gæti verið að með spilarann (eða lögin)?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... mér gengur hroðalega að haldast tengd inni. Einhver bilun hlýtur þetta að vera.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.6.2007 kl. 01:43

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þetta vissi ég ekki, að blessaður Moggin gæfi manni bloggspilara ? Getur maður sungið inn á hann sjálfur ? Þeir á Moggablogginu hljóta að vera vinna í endurbótum, ef ég þekki þá rétt. Það vinnur bara gott fólk á þeim bæ, trúðu mér nú einu sinni ! Ég hlakka til lesa væntanlegan pistil þinn að vestan og hlusta á tónlistina þeirra samtímis, vá !

Bestu kveðjur frá Siglufirði, KPG

Kristján P. Gudmundsson, 13.6.2007 kl. 10:04

3 Smámynd: kos

Sæl Kristín.

Getur þú prófað að senda mér skrárnar sem þú ert að reyna að spila á kos@mbl.is svo ég geti athugað hvort það sé í lagi með þær. Við þurfum að skoða þetta og sjá hvort þetta sé vandamál okkar megin eða hjá þér. 

kos, 13.6.2007 kl. 16:40

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég hef ekki orðið var við svona vandamál. Meira að playlistinn birtist ekki á síðunni nema endrum og sinnum. Kannski Kristinn geti upplýst okkur um það mál í leiðinni.

Haukur Nikulásson, 13.6.2007 kl. 16:59

5 Smámynd: kos

Sæll Haukur.

Varðandi playlistann þá dettur mér helst í hug að einhverskonar cache í flash sé að valda þessu. Við höfum ekki fengið neinar kvartanir (sem ég veit um) útaf þessu. Við höfum að sjálfsögðu augun opin fyrir þessu.

kos, 14.6.2007 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband