Merkileg uppgötvun
13.6.2007 | 16:39
Ég er búin að finna ástæðuna fyrir því að ég er ekki gift ennþá. Ég las í blaðinu í morgun að stúlkur sem eiga gott samband við föður sinn hafi tilhneigingu til þess að leita sér maka sem minnir á föðurinn. Ekki hvað varðar karakter, stærð, háralit, o.s.frv....nei, heldur hvað varðar ákveðna andlitsdrætti svo sem stærð og lögun nefsins. Og þá er vandinn alveg kristaltær. Ég hef alltaf átt mjög gott samband við foreldra mína og ég er greinilega að reyna að finna nefið hans pabba. Og það er sko ekkert auðvelt að finna það. Síðast þegar ég gáði var Martin, t.d. ekki með slíkt nef sem þýðir væntanlega að samband okkar er dauðadæmt. Enginn fyrrum karla í mínu lífi hefur heldur verið með slíkt nef, og ég man bara ekki eftir að hafa séð slíkt nef nokkurs staðar annars staðar en á pabba og systkinum hans. Það erfist greinilega ekki því ekkert okkar systkina er með þetta nef hans pabbané nef mömmuenda er mamma enn að velta því fyrir sér hvernig þau bjuggu til þetta nef sem við höfum öll (og ég held öll barnabörnin líka).
En sem sagt, nú verð ég að fara og hreinlega leita að svona skíðabrekkunefi og þegar ég finn karl á réttum aldri með svoleiðis nef, verð ég hreinlega að kasta mér á hann. Og svona einfalt var þetta eftir allt saman. Bara spurning um nefið.
Athugasemdir
Það er smá smuga með Martin. Það er að taka afsteypu af þeim gamla eða góða ljósmynd, og ræða síðan við lýtalæknir. Annars líst mér vel á niðurlagið hjá þér og ekki væri verra ef hann væri á mörlandi alinn.
Ólafur H Einarsson, 13.6.2007 kl. 16:56
Hehe, takk Ólafur. Góð hugmynd. Með afsteypuna. Annars er mamma enn að vona að ég komi bara heim og giftist góðum íslenskum karlmanni sem á foreldra sem henni líkar vel við! Bræður mínir þrír hafa allir reddaði henni vinum í formi tengdaforeldra en ég hef algjörlega klúðrað því.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.6.2007 kl. 17:15
Ég er reyndar með þetta nef sem að þú lýsir. En ég er frátekinn, og það konu sem á í afar góðu sambandi við föður sinn. Ég hef ekki séð nefið hans, en vona að það sé eins og hollmenkollen.
Gústaf Hannibal (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.