YouTube og Bluesfest

YouTube er án efa algjör snilld. Þarna er hægt að finna allan fjandann sem maður finnur hvergi annars staðar. Ég hef til dæmis horft á nokkur lög frá níunda áratugnum sem ég man eftir að hafa horft á á mínum unglinsárum. Horfði m.a. á flest öll myndböndin með Falco, sem ég held statt og stöðugt fram að hafi verið hinn mesti snillingur. Þetta var ágætt afturlit til fortíðar. 

En þarna finnur maður líka tónlistarmenn sem eru að mestu óþekktir og sem ekki er endilega auðvelt að sjá annars staðar. Á Ottawa Bluesfest í fyrra sá ég fjöldan allan af tónlistarmönnum, þekktum og óþekktum. Mér fannst til dæmis geysigaman að náunga að nafni Elvis Perkins. Hann er sonur Anthony Perkins sem líklega er einna frægastur fyrir hlutverk sitt í Psycho myndunum. Perkins greyið lést úr Aids fyrir nokkrum árum. Móður Elvis lést svo í árásinni á tvíburaturnana. Hann hefur því átt nokkuð erfitt líf og margir texta hans eru litaðir af því. Set inn eitt lag með Elvis Perkins:

 

Af þeim tónlistarmönnum sem ég þekkti ekki fyrir Bluesfest var ég samt einna hrifnust af Eric Lindell (er með eitt laga hans í spilaranum mínum hér til hægri). Á YouTube fann ég ekki bara upptökur með honum heldur fann ég þetta lag sem var tekið upp á Bluesfest í fyrra. Ég var sem sagt á staðnum þegar hann spilaði þetta. Gæðin eru ekkert ógurlega góð enda var ólöglegt að taka upp þarna svo einhver hefur smyglað inn einhverjum smágræjum, en það sem samt gaman að þessu.

 

Þarna sá ég líka í fyrsta sinn hina frábæru kanadísku söngkonu Feist. Ef þið hafið ekki heyrt í henni nú þegar skulið þið endilega hlusta á hana. Og þessi upptaka er mun betri (einhver hefur smyglað inn góðum græjum).  



Önnur kanadísk stjarna er Sam Roberts, sem einnig var á Bluesfest 2006:

 

Að lokum set ég svo inn Blue Rodeo, sérstaklega fyrir Bjarna. Þetta er líka tekið upp á Bluesfest í fyrra:

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband