Tré og kryddjurtir
23.6.2007 | 19:30
Þetta leiðindarveður sem hefur verið hér það sem af er sumri hefur haft góð áhrif á gróðurinn. Í dag tók ég eftir því að eplin á eplatrénu okkar eru farin að vaxa og eru nú á stærð við jarðaber. Kryddplönturnar (steinselja, chives, marjoram, ofl.) dafna vel og uppáhaldið mitt, lavander, er komið á gott skrið. Mest hlakka ég til þess að brómberin verði tilbúin en það verður ekki fyrr en í seinni hluta júlí eða ágúst. Við munum væntanlega ekki fá neinar perur í ár því í haust var perutréð okkar skorið niður um helming (enda eiga þau víst ekki að vera of há) og það sjokkerar alltaf tréð svo enginn ávextur vex árið á eftir. Þetta gerðist einmitt í hittifyrra þegar stormur braut eina greinina af. Trégreyið þurfti á áfallahjálp að halda og við fengum engar perur það árið. Ég ætla að koma mér upp basilplöntu (andskotansplöntunni hennar Stínu eins og Geiri bróðir kallaði hana hér um árið) og kannski einhverju fleiru. Það munar miklu að geta gripið kryddin beint af plöntunni í stað þess að borga himinhátt fé fyrir þær í búðinni (og henda svo því sem maður ekki notar).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.