Að skilgreina íslenska tungu
23.6.2007 | 19:44
Ég var að skemmta mér á Vísindavefnum (http://www.visindavefur.hi.is/) og fann þar þessa skemmtilegu spurningu: Hvernig er hægt að skilgreina íslenska tungu? Eiríkur Rögnvaldsson, vinur minn og fyrrum aðalleiðbeinandi (ég skrifaði bæði BA og MA ritgerð hjá honum) gefur ítarlegt og skemmtilegt svar sem sýnir hversu flókin þessi spurning er í raun og veru. Eða kannski öllu heldur hversu flókið svarið við henni er.
Þetta minnir mig á sögu sem mér var sögð í einhverri kennslustund í HÍ. Þegar Skánn var hluti af Danmörku sáu Skánarbúar sig sem Dani og litu á tungumálið sitt sem danska tungu. Aðeins einni kynslóð eftir að landsvæðið varð hluti af Svíþjóð fóru Skánverjar að sjá sig sem Svía og tungu sína sem sænskuog þó hafði tungan breyst ótrúlega lítið á þessum stutta tíma. Þar var það sem sagt stjórnmálaleg staða svæðisins sem skilgreindi tungumálið. Merkilegt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.