Bloggperri?

Ég virðist hafa misst af miklum fréttum undanfarið. Eyddi svolitlum tíma í morgun við það að lesa blogg bloggfélaga og fór svo þaðan inn á blogg bloggfélaga bloggfélaganna (er þetta flókið?). Komst að eftirfarandi: Mogginn lokaði á blogg Emils nokkurs fyrir hversu dónalegur hann var (ég las bloggið hans einu sinni og langaði ekki að lesa meira) og þó virðist hann hafa verið orðinn geysilega vinsæll. Ókei, ég er enn með á nótunum. En svo fóru málin að flækjast. Emil þessi á að hafa tengst einhverjum að nafni Elías Halldórs sem virðist einhver perri. Hér hef ég greinilega dottið út. Ég man ekkert eftir að hafa heyrt um þennan mann. Barnaklám! Eitthvað í sambandi við Barnaland! Ég gúglaði Elías Halldórsson og þegar ég fékk ekkert á fyrstu síðunni bætti ég við 'perri' en það skilaði litlu gagnlegu. Nógu  margir virðast vera að ræða þetta í bloggheimum en einhvern veginn náði ég ekki að setja saman söguna almennilega. Getur einhver upplýst mig?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Elías þessi er einhverskonar netstjóri sem kom upp um eitthvað barnaklámsmál árið 1995 í tölvum hjá Háskólanum og lögreglan virtist ekert hafa gert í málinu þá vegna laga um vörslu barnakláms..... semsagt mennirnir sluppu.

Elías þessi sá svo umræddann mann hér á blogginu og þótti nóg um hvað hann sló um sig og þekkti hann frá þessu máli.

Semsagt Elías er ekki  perrinn heldur Emil!

Eva Þorsteinsdóttir, 26.6.2007 kl. 20:02

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Fyrirgefðu þetta átti að vera 1999

Eva Þorsteinsdóttir, 26.6.2007 kl. 20:03

3 identicon

...Þannig að Elías er enginn perri, heldur maður sem var að reyna að koma perra fyrir kattarnef. Eða bloggstjóranef. Eða Kompásnef.

Maja Solla (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 20:19

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Aha. Þannig liggur í þessu. Ég bið Elías hér með afsökunar á því að hafa haldið að hann væri perrinn. En svona er það þegar maður sér bara hluta af einhverri umræðu. Þá dregur maður rangar ályktanir. Svona verða kjaftasögurnar einmitt til. Takk Eva og Maja Solla fyrir upplýsingarnar.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.6.2007 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband