Dásemdarmatur á borđstólum
26.6.2007 | 20:38
Viđ Marion komum viđ á Granville island í gćr eftir klettaklifriđ. Granville island er risastór markađur ţar sem má kaupa ferska ávexti og grćnmeti, nýjan fisk, kjöt, brauđ og allt sem mann dettur í hug, eđa sama sem. Sá ég ţá ekki mér til mikillar gleđi ađ fíkjur eru orđnar ţroskađar og komnar í sölu. Mmmmmm....fíkjur! Á Íslandi fékk ég aldrei svoleiđis gúmmulađi (bara ţurrkađar) og í Manitoba var hćgt ađ kaupa ţćr í sirka ţrjár vikur í kringum mánađamótin júlí-ágúst. Hér koma ţćr fyrr og fást lengur. Ég keypti dollu af fíkjum, bungt af grćnum baunum og poka af mandarínumjá, ţađ er hćgt ađ fá mandarínur núna ţótt engin séu jólin, og ţađ góđar mandarínur. Ótrúlegt. Í dag fór ég svo út í ítalska delíiđ hér á tíunda strćti og keypti alvöru ítalskt procuttio (svipađ og hráskinka), rosemary/hvítlauksbrauđ og svolítiđ af ólífu-tapanade. Stoppađi svo í súkkulađibúđ á leiđinni heim og keypti pínulítiđ af súkkulađihúđuđum appelsínuberki og einn mola međ banönum og hvítu súkkulađi ganache. Mmmm, ţetta ćtti ađ vera góđur síđbúinn hádegisverđur. Ég vef svo procuttioinu utan um fíkjurnar (líka gott međ hunangsmelónu), ólífurnar fara ofan á brauđiđ og ásamt súkkulađinu fer ţetta allt saman í munninn á mér.
Nú, ég varđ ađ gera eitthvađ. Á ţessari stundu eru vinir mínir Rosemary og Doug í mat hjá mömmu og pabba og ég giska á ađ ţau séu annađ hvort ađ borđa nýtt lambalćri eđa hangikjöt. Ég ţarf ađ forđast heimţrá.
Athugasemdir
Engin sođbrauđ en mér skilst á mömmu ađ hún hafi veriđ búin ađ baka kleinur, horn og gerbollur fyrir heimsókn Kanadamannanna. Ef ég ţekki hana rétt mun hún ofala greyiđ fólki á góđgćti. Einu sinni bauđ hún upp á tertur sem eftirrétt í morgunmat ţegar fyrrum nemendur mínir frá Manitoba voru á ferđalagi um Ísland. Ţau höfđu aldrei áđur fengiđ rjómatertur í morgunmat en voru víst býsna ánćgđ međ veitingarnar.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.6.2007 kl. 21:13
Mikiđ rosalega hljómar ţetta girnilega hjá ţér! Mig langar svolítiđ ... svolítiđ mikiđ ađ prófa procuttio utan um fíkjur! Ég elska mat sjáđu til, og ţegar mađur heyrir um eitthvađ "nýtt", ţá verđur mađur forvitinn.
Sođbrauđ međ laxi eru náttúrlega ótrúlegt nammi ...
Doddi - Ţorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráđ) 26.6.2007 kl. 22:03
Var sem betur fer nýbúin ađ úđa í mig dýrindismáltíđ ţegar ég ráfađi hér inn. Annars.. hefđi ég rifiđ í mig borđstofustól međ áklćđi og alles. Namm!
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2007 kl. 23:03
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.