Morgunverðurinn - mikilvægasta máltíð dagsins

Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá þykir mér ákaflega gaman að skrifa um mat og hugsa um mat. Það er að hluta til vegna þess að ég hugsa mikið um hvað getur verið bæði hollt (og grennandi) og gott á sama tíma. 

Morgunmatur er líklega sú máltíð sem mér hefur alltaf fundist ein svo allra vandasamasta. Ég ólst upp við það að borða oft hafragraut á morgnana og ein af erfiðustu æskuminningunum er þessi:

Ég vakna upp í svarta myrkri við ódauninn af hafragrautnum og hljóðið frá morgunleikfimi útvarpsins. Úff, ég skelf við tilhugsunina.

Ég hef stundum borðað hafragraut eftir að ég varð fullorðin og það er helst að ég geti komið honum ofan í mig með því að setja mikið af púðursykri útá. Einu sinni sagði mamma mér frá því að afi hefði verið hrifin af því að setja sykur á hafragrautinn sinn. Henni fannst það ógeðsleg tilhugsun enda borðuðum við alltaf saltaðan graut. Ég hugsa um það núna hversu vitlaus ég var að fara ekki þá strax og prófa aðferðina hans afa. Það hefði gert lífið mun auðveldara.

En það var ekki alltaf hafragrautur í morgunverð. Stundum fengum við smurt brauð, eða morgunkorn— vanalega Cherioos eða Corn flakes (seríus og korn flex) en stundum um helgar Cocoa puffs eða Trix, þegar það fékkst ennþá. 

(Útúrdúr: Þegar ég fór til Bandaríkjanna í fyrsta skiptið, árið 1994, hlakkaði ég mest af öllu til þess að fara út í búð og kaupa pakka af Trix, sem ég og samviskusamlega gerði. Það var alveg jafngott og ég mundi, þótt ég væri komin yfir tvítugt, en nú kaupi ég samt aldrei Trix. Kannski kom að því að ég fullorðnaðist.) 

Núna samanstendur morgunverðurinn vanalega af hálfri beyglu með smjöri eða smurosti, kaffi, morgunverdurfullri skál af ávöxtum og ef ég nenni, soðnu eggi (það er til að fá smá prótín með). Saman með dagblaði dagsins skapar þetta ákaflega þægilega morgunstund. Þetta sælgæti má sjá á meðfylgjandi mynd. Annars þykir mér líka ákaflega gott að fara eitthvert út á laugardags eða sunnudagsmorgni og fá mér

Hvað finnst ykkur best að borða á morgnana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er svo laus við matarlyst fyrri part dags.  Verð þó að borða vegna sykursýki og læt mér duga Cornflakes og AB-mjólk eða ávöxt.  Fékk reyndar vatn í munninn yfir ávaxtaskálinni. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2007 kl. 18:59

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Auður, ég kaupi ávexti sirka vikulega. Það tekur mig um tíu til fimmtán mínútur (fer eftir þvi hvort ég horfi á sjónvarp á meðan) að brytja þetta niður og svo fylli ég stóra skál sem ég geymi í ísskápnum. Þá þarf ég bara að hella í litla skál á morgnana og svo borða. Þetta er alveg frábært. Tók uppá þessu í Ottawa í fyrra hjá bau. Ég nota vanalega ananas, vínber, vatnsmelónu og svo eina aðra melónu, eftir því hverja mér líst best á í hvert sinn. Um daginn smakkaði ég dásamlegt salat með ferskjum, mangó og kirsuberjum. Ótrúlega gott líka.

Jenný, gott að þú lætur þig hafa það að borða þótt þú sért ekki svöng. Veit að þú þarft þess vegna sykursýkinnar en það er almennt gott fyrir líkamann. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.6.2007 kl. 19:52

3 Smámynd: krossgata

Kannast við þessar minningar.  Ég er reyndar ekki mikið fyrir mat á morgnana og fæ mér eina brauðsneið (dökkt brauð, finnst hvítt vont) með osti og stóóóran kaffibolla.

En... "hugsa mikið um hvað getur verið bæði hollt (og grennandi)", ég verð að hryggja þig að það er ekkert sem er grennandi sem maður lætur ofan í sig,  ekkert.  Því miður.  Þetta er bara lögmál, það minnkar ekki það sem bætt er við.  Það er því bara ekkert sem er grennandi  sem jafnframt er leiðinlegt.

krossgata, 28.6.2007 kl. 20:17

4 identicon

Hvað varð eiginlega um gamla góða Trix-ið?

Annars er afar mikið metnaðarleysi hjá mér hvað morgunmatinn varðar; ein skál af cheerios og ein skál af Bran Flakes.

Kristján Sturluson (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 20:22

5 identicon

Minn uppáhaldsmorgunverður samanstendur af eggjaköku sem er gerð úr fjórum eggjahvítum og einu heilu eggi með dash af sojamjólk og 1/3 teskeið af mustard powder. Síðan er eggjakakan krydduð með smá salt-free lemon pepper seasoning og skreytt með parsley flakes.

Innan í henni er síðan laukur, gulrót og grænlaukur sem hafa verið steikt á pönnu ásamt ca. einum bolla af soðnum hrísgrjónum.

On the side eru síðan tvær ristaðar fitty brauðsneiðar léttsmurðar með olivio og veggie osti on top.

Þessu er gott að skola niður með hálfum líter af vatni og einum bolla af grænu tei.

Þessi morgunmatur er að mínu mati fullkominn og gefur þvílíkt kick-start.

Palli (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 20:29

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Vá Palli. Þér er velkomið að koma í heimsókn og elda handa mér morgunverð.

Kristján, Trix fæst enn vestra en mér skilst þeir hafi hætt að selja það á Íslandi á sínum tíma vegna rauða litarins. Sama ástæða og m&m fékkst ekki lengi vel. Það átti víst að vera eitthvert eiturefni í rauða matarlitnum. Mér skilst hins vegar að maður hefði þurft að borða heilt baðkar fullt af rauðum m&m til að það hefði áhrif á mann.

Krossgata. Þetta er auðvitað alveg rétt hjá þér. Ég hefði átt að segja 'minnst fitandi'. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.6.2007 kl. 20:33

7 identicon

Nú fæst M&M hér á klakanum, ætli það mætti ekki byrja að selja Trix aftur? Spurning um að næla sér í umboðið?

Kristján Sturluson (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 20:49

8 identicon

Hvað með amrískan hafragraut með eplum og kanil, jafnvel rjóma á góðum degi? Ekkert toppar þetta á mínu borði.

Már Högnason (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 21:05

9 identicon

Ég fæ mér oftast einhvers konar mjólkurhristings-smoothie (frosin jarðarber, einn banani, skyr eða jógúrt, ávaxtasafi og stundum musli ... ) Annars er ég að reyna þetta með hafragrautinn ... ég hef mikla trú á honum!

Hins vegar þegar þú segir það, þá dauðlangar mig í Trix núna ... það er hægt að fá Lucky Charms en ekki Trix. Er hægt að panta svoleiðis að utan??? Altoids töflurnar góðu með Wintergreen bragði og Cinnamon bragði eru líka eitthvað sem ég þyrfti að komast yfir !!!

Af hverju er ekki hægt að vera áskrifandi að nammi ... mat?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 21:12

10 identicon

Af því að ég sá pistilinn þinn um morgunverð ætla ég að senda þér málshátt sem ég heyrði fyrir tugum ára. Hann er upprunninn úr Kákasusfjöllum þar sem mannfólk varð karla og kerlinga elst í þá daga.

"Borðaðu morgunmatinn ein, deildu hádegisverðinum með vinum þínum en kvöldverðinum með óvinum þínum".

Þetta segir allt um hollustu hverrar máltíðar.

Kveðja, Guðjón Petersen

Guðjón Petersen (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 21:12

11 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég borða morgunverðinn ein, hádegisverðinn ein og kvöldverðinn ein. Ekki furða þótt ég hugsi svona mikið um mat. Hann þarf alltaf að vera góður og hollur.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.6.2007 kl. 06:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband