Allt að falla í gamla farið

Ég er nú búin að vera fimm daga heima og það hefur nú ekki margt gerst. Á sunnudaginn stóð ég í þvotti og tók upp úr töskunum o.s.frv. Á mánudaginn fundaði ég bæði með Lisu og Hotze og var ekki skömmuð fyrir það hvað lítið ég gerði í ritgerðinni minni í sumar. Líklega vegna þess að ég náði nokkurn veginn að klára atviksorðagreinina sem ég ætla að reyna að fá birta og þar að auki las ég töluvert. Þannig að ég var ekki beinlínis löt.

Í gærkvöldi var enn ein flugeldasýningin í Vancouver. Fjórar þjóðir keppa um bestu flugeldasýninguna. Þetta var önnur sýningin sem ég sá og var pottþét betri sen sú á laugardaginn - sem var held ég Kína. Í gærkvöldi voru það Tékkar sem sýndu snilli sína. Ég fór niður á strönd með Marion og Ryan og við höfðum með okkur mat og héldum pikknikk. Maður verður að mæta þokkalega snemma til að fá góð sæti og við sátum upp á risastórum tréklumpi. Svei mér þá, ég held að tréð hafi verið alla vega tveggja metra breitt, sem var mjög hentugt því við sátum upp á því  og svo fór að falla að. Sumir fyrir neðan okkur urðu að færa sig.

Nú er löng helgi í Kanada eins og heima, þó ekki verslunarmannahelgi. Ég ætla í útilegu með Brynjólfsson fólkinu - frændfólki mínu. Fer annað kvöld með Gerry, manni Díönu frænku minnar. Flestir fóru í dag en ég vildi vera heima og vinna. Og svo vann ég næstum ekkert. Ég fór reyndar upp í skóla og sótti ýmislegt. Fór svo og faxaði skattframtalið mitt til LÍN svo ég þyrfti ekki að borga námslánin mín til baka strax, en svo hef ég bara verið að brenna geisladiska handa Martin. Ég talaði aðeins við hann í síma í dag en hann var búinn að vera í útilegu með krökkunum sínum síðan á mánudag eða þriðjudag og batteríin í símanum hans voru að deyja. Svo við náðum aðeins að tala saman í nokkrar mínútur áður en batteríin dóu algjörlega.

Á mánudag eða þriðjudag get ég sagt ykkur frá útilegunni að Peter Hope vatni og kannski sýnt ykkur eina eða tvær myndir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband