Nýr strákur (og eldri börn)
30.6.2007 | 21:57
Helena vinkona mín var að eignast sinn fyrsta son á laugardaginn var (23. júní). Hann var 14 merkur og 52 sentímetrar. Það þurfti að nota sogklukku en að öðru leyti gekk allt vel. Helena var alveg eldsnögg að þessu. Var hins vegar blóðlítil á eftir og þurfti nokkra daga að jafna sig en er nú komin heim og ákaflega ánægð með lífið. Hann litli Yngvason er ógurlegt krútt með nefið mömmu sinnar (eins og Siglfirðingurinn Helena myndi segja) og augu pabba síns. Hér getið þið séð myndir af þeim litla: http://www.skuti.is/
Til hamingju Helena og Yngvi. Ég hlakka til að sjá gripinn með eigin augum. Þangað til verð ég að láta myndir á netinu nægja.
Það er sem sagt alltaf að fjölga börnunum í vinahópnum. Adam og Emily, vinir mínir frá Manitoba eignuðust son fyrir rúmum mánuði, Elija Downing Muller, og um síðustu áramót (eða rétt fyrir þau) fæddist svo litli Oscar Polselli hennar Rutar. Þetta eru allt saman strákar. Nei bíddu, Þyrí eignaðist stelpu fyrr á árinu. Ein stelpa innan um strákagerið.
Annars hefur börnum vina minna verið dreift á býsna mörg ár. Hún Ásdís hennar Elvu er orðin nítján ára eða svo, fæddist þegar við vorum allar á öðru ári í MA, elsti strákur Þyríar er ári yngri (eða tveimur). Sara hennar Dóru er sirka sextán eða sautján ára. Og Hörður hennar Jóhönnu Barðdal er líklega sextán ára. Þessar fjórar voru í fyrsta holli.
Í öðru holli voru svo Sigga vinkona (Johanna Brynja er orðin níu ára) og Jóhanna Snorra en Þórgnýr er sennilega orðinn tíu eða ellefu ára.
En svo kom sem sagt þessi langa bið þar til hollið núna. Ég vona að ég fái að vera í næsta holli en þarf fyrst að finna eins og einn barnsföður.
Athugasemdir
Algjör dúlla þessi strákur!
Svo er aldrei að vita nema við gætum verið í svipuðu holli ... þegar Veiga kemur eftir mánuð með dæturnar ... þá náttúrlega ætlum við að reyna að fjölga sem mest við getum ...
barnsfeður ... hvar finnast þeir?
Kærar norðurlandskveðjur!!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 09:45
Ja það er nú einmitt spurningin Doddi. Hvar finnur maður svoleiðis. Ég vinn í þessu og svo reyni ég að ná sama holli og þú og Veiga, nema þið náið þessu holli sem hófst í desember.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.7.2007 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.