Þjóðhátíðardagur Kanada

Í dag er fyrsti júlí, þjóðhátíðardagur Kanadamanna. Ég er búin að skella mér í kjól og ætla að kíkja niður í bæ. Ég hef verið á þjóðhátíðardegi Kanadamanna í Winnipeg, Vancouver og í Ottawa og ég verð að segja að Ottawa stóð alveg uppúr. Það er auðvitað höfuðborgin og því langmest um að vera þar. Ottawa er líka nógu lítil til þess að maður gat labbað á milli mismunandi staða á innan við tuttugu mínútum og því var hægt að velja úr svo mörgu. Hér er viðburðum dreift út um allt þannig að maður verður í raun að velja einn stað og vera svo þar. Ég ætla niður í miðbæ og labba sennilega yfir að Canada Place þar sem aðalhátíðahöld borgarinnar eiga að vera. En svo er víst eitthvað um að vera í Richmond, og í Burnaby, og í Coquitlam, etc. etc. 

Gef skýrslu þegar ég kem heim. Þangað til getið þið notið þessarar myndar frá Ottawa í fyrra. 

1. júlí í Kanada


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sendi þér sem íbúa í Kanada hamingjuóskir með daginn!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 00:27

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk kærlega Doddi.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.7.2007 kl. 02:17

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Veistu, ég held það sé bara rétt hjá þér Auður.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.7.2007 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband