Flott instrumental lög

Um helgina bloggaði Gurrí um Rick Wakeman og epic-lögin hans um Arthúr konung, og Leiðina að miðju jarðar. Ég hafði aldrei heyrt þessi lög enda var ég væntanlega að hlusta á Hönnu Valdísi eða Mínipops á þessum tíma. Hlustaði hins vegar núna og tvennt kom í hugann:

1) Atriðið með Stonehange í This is Spinal Tap er nú algjörlega útskýrt (ekki að ég hafi ekki hlegið að því áður).

2) Gat ekki annað en hugsað um aðra frábæra tónlist:

       A) War of the Worlds, með Jeff Wayne
           (öll platan er flott en sérstaklega fyrsta lagið)

       B) Journey of the Sorcerer, með Eagles. 
           (Eitt af flottustu lögunum með Eagles) 

       C) The Loner, með Gary Moore.
           (Stundum þegar ég er sorgmædd set ég þetta lag á fóninn, leggst á gólfið og loka augunum. Þá leyfi ég  mér að vera sorgmædd til að byrja með, en þegar tónninn breytist í laginu, þá er ekki annað hægt en að líða betur.)

Þótt þessir tenglar séu yfir á YouTube þá er í raun ekkert að sjá. Í fyrsta laginu er engin mynd og í öðru laginu er einhver heimskulegur tölvuleikur. Það er bara Gary Moore lagið sem hefur almennilegt vídeó. Það sem skiptir máli er að  hlusta á lögin.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Rosalega er hann Gary Moore góður gítarleikari! Frábært lag!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.7.2007 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband