Þeir eru svo vanir þessu
3.7.2007 | 16:29
Ég fór einmitt til London einungis tveimur dögum eftir sprengjuárásirnar þar fyrir tveimur árum og þótt aðeins tveir dagar væru liðnir var það einungis tvennt sem benti til þess að eitthvað hefði gerst: Annars vegar voru fleiri lögreglumenn með byssur á lofti á Heathrow, og hins vegar lá pínulítill hluti neðanjarðarlestarkerfisins niðri. Ég tók Piccadilly línuna frá Heathrow og ætlaði að taka lestina alveg að Piccadilly Circus, en varð í staðinn að fara út við Green Park. Það var bara einni stoppistöð á undan. Reyndar var ég svolítið rugluð þegar ég kom út því ég hef aldrei farið út þar áður og þurfti aðeins að átta mig á hvar ég var. En það tók svo sem ekki langan tíma. Hafði komið til London þrisvar sinnum áður.
Vicky vinkona mín, sem er ensk, var óttalega róleg þessa daga eins og allir aðrir Bretar. Hún sagði að þau hefðu flest alist upp við ógnina af IRA og það að hafa sprengjur yfirvofandi væri því ekkert til að hafa of miklar áhyggjur af. Þar að auki sagði hún að þau væru svo viðbúin öllu. Til dæmis ætti London sjúkrahús á hjólum. Það er hreinlega bíll sem búinn er allri nýjustu tækni sjúkrahúsa (ja, ekki allri nýjust tækni, en öllu sem skiptir máli í svona) og því væri hreinlega hægt að rúlla vagninum þangað sem hans væri þörf. Þar að auki væru alls konar plön til um hvað ætti að gera ef til alvarlegra árása kæmi. Þeir eru því betur búnir undir hvað sem er en Bandaríkjamenn voru á sínum tíma. Ég er mjög ánægð með Bretana. Þeir láta ekki það sem gæti gerst hafa of mikil áhrif á sig. Þeir undirbúa sig vel og svo njóta þeir lífsins og hafa ekki áhyggjur fyrr en það er nauðsynlegt. Yfirleitt er það Dönum sem er þannig lýst, er það ekki?
Bæti við smá vídeó í lokin frá því ég var síðast í London, sumarið 2005. Hér er svo sem ekkert spennandi á ferð, bara smá mynd af þessari fallegu borg. Það er Vicky vinkona sem sést þarna á nokkrum stöðum.
Ekkert virðist raska ró Lundúnabúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
jamm bretar eru svo rólegir
kaptein ÍSLAND, 3.7.2007 kl. 16:55
Er það ekki besta vörnin gegn hryðjuverkum að láta þau ekki ná að setja hlutina of mikið úr skorðum?
Pétur Björgvin, 4.7.2007 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.