Sumarið er komið

Íbúðin mín er einn hitapottur -  ja, eiginlega ætti ég að segja gufubað því sem betur fer er ekki allt á floti, nema helst sé ég (í svita). Klukkan er hálfníu að kvöldi og hitinn í íbúðinni er um 27 stig (úti um 23). Þetta er vegna þess að ég opnaði ekki alla glugga áður en ég fór út í dag. Það eru bara flugnanet fyrir tveimur gluggum svo mér er ekki við að opna of mikið fyrr en ég er búin að setja net í fleiri. En nú varð ég að opna allt upp á gátt því ég er að leka niður. Verð samt að loka þeim fyrir rökkur svo allt fyllist ekki af moskítum.

Sumarið er loksins komið til okkar. Hitinn fór upp í 25 stig í dag (sem betur fer er ekki eins heitt hér og á sléttunum) og sól og blíða allan daginn. Ég vann inni megnið af deginum en um fjögur leytið fór ég  út í garð með fartölvuna, fann mér stað undir tré, í skugganum, og vann svo þar í sirka klukkutíma. Þá var Marion búin að sjá um allar útréttingarnar sem hún þurfti að sjá um svo við fórum niður á strönd. Löbbuðum fyrst eftir Lacarno og Spanish Banks ströndunum, og skelltum okkur svo í sjóinn. Hann var nú frekar kaldur en ekki of. Eftir að við vorum búnar að bleyta okkur þokkalega hringdi Marion í Ryan, manninn sinn, og hann labbaði niður eftir til okkar og svo sátum við þrjú aðeins lengur. Hungrið rak okkur heim. Mikið er ég ánægð að eiga afganga svo ég þurfi ekki að elda. Fer í það núna að hita þá upp svo ég enda þetta blogg. En ég get sagt ykkur að ég er hrikalega ánægð með það að sumarið skuli loksins komið. Það hefur heldur betur látið bíða eftir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Stína mín,

gaman að uppgötva bloggið þitt, mátti vita að þú værir létir ekki þitt eftir liggja í bloggheimum. Hér er sumarið löngu komin, fimmti besti júnímánuður í Reykjavík og ég veit ekki hvað. Taktu nú dagana 12.-17. júní 2009 frá og vertu með oss á 20 ára afmælinu (les og skrifa 20 ára).

Stórt knús,

bb

Björg (4B) (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband