Er það eðlilegt að tónlistarsmekkurinn harðni með árunum?

Á barna- og unglingsárunum var ég yfirleitt poppari fremur en rokkari. Ég vildi fremur hlusta á ELO en Kiss, valdi Wham yfir Duran Duran (ókei, báðir popparar, en mismunandi sykursætir). Je minn, ég var Paul Young aðdándi þegar ég var fjórtán ára. Ég fór aldrei í gegnum heavy metal tímabil og skil enn ekki af hverju fólki finnst Led Zeppelin svona góðir. Ég skældi næstum því yfir því að þurfa að hlusta á Iron Maiden og pönkið var yfirleitt eitthvað sem fór algjörlega fyrir ofan höfuðið á mér (eða neðan við fæturna).

En eftir að ég náði þrítugu var eins og smekkurinn færi að harðna og mér fór að leiðast mikið af poppinu. Hef hallast meir og meir að harðari tónlist. Helst harðri alternative tónlist og grunge undir heavy metal áhrifum. Það gerðist hægt. Fyrst fékk ég áhuga á Creed, svo Stone Temple Pilots og Rammstein, en síðan fór ég að hlusta á Godsmack, System of a down og Alice in Chains (trúi því ekki að ég skuli ekki hafa hlustað á þá fyrr). Ég hreinlega skil ekki hvernig heiðvirð kona á fertugsaldri getur verið að hlusta á svona tónlist. En það er eitthvað hrátt og seiðandi við tónlistina. 

En ég hef alls ekki yfirgefið mýkri tónlist. Ég hef til dæmis verið að hlusta töluvert á Death Cab for Cutie,  Hinder, Feist, Broken Social Scene, Ampop, Train, The Fray og Muse, og svo algjörlega ólíka tónlist eins og Eric Lindell, Regina Spektor, Gotan Project, Ry Cooder og Taylor Hicks. 

En þetta með hörðu tónlistina kom mér bara svo á óvart.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Djöfull líst mér vel á þig, alvöru metalpía 

Sigurður Karl Lúðvíksson, 5.7.2007 kl. 18:55

2 Smámynd: krossgata

Hér sit ég, virðuleg amma á fimmtugsaldri, mála á mig gothandlitið og lakka neglurnar svartar og skrifa:  Auðvitað er þetta eðlilegt.  Þetta er það eina eðlilega. 

Endilega kíktu svo aðeins á Korn, Orgy og Manson.

krossgata, 5.7.2007 kl. 19:53

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Alltaf verið mikill rokkari ... og datt svo í rappið núna á fimmtugsaldri!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.7.2007 kl. 19:55

4 identicon

Alice in Chains eru auðvitað bara eyrnakonfekt og ekkert annað.
Stone Temple Pilots snilddar lagasmiðir líka.

Kv. Maja, grunge-pía nr. 1.

PS. Mæli líka með Mad Season, ef þú fílar Alice, fílarðu hina alveg pottþétt.

Maja Solla (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 21:11

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk öll sömun. Gurrí, ég hef gaman af Eminem, enda snilldar textasmiður, en annað rapp þykir mér yfirleitt ekki skemmtilegt. Nema þá rappið sem kemur inn hjá Linkin Park.

En nú þarf ég sem sagt að tékka á Korn, Orgy, Manson (er það Marilyn?) og Mad Season. I'm on it!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.7.2007 kl. 21:21

6 Smámynd: krossgata

Jamm Marilyn Manson, ég tek það fram yfir sem hann semur sjálfur frekar en endurvinnsla hans á gömlum smellum, þó það sé ekki slæmt.  Svo fyrir mjúku hliðina þá er Nightwish algjör eðall.

krossgata, 5.7.2007 kl. 22:32

7 identicon

Ég held að þetta sé eðlilegt. Fyrir mér er það þannig að ég hef alltaf verið svona "píkutónlistar"-aðdáandi en meira og meira hlustað á flott rokk í gegnum tíðina. Ég var t.d. að kaupa mér Motown-safndiska fjóra með eðaltónlist. Ég elska að upplifa nýja tónlist og starf mitt á bókasafninu veitir mér tækifæri til þess. Ég hlusta á tónlist og sendi beiðni til frábæru gauranna í 12 tónum og svo hlusta ég viljandi á eitthvað sem ég hef aldrei heyrt áður.

Ég mæli hiklaust með Everything Last Winter með hljómsveitinni Fields. Ég komst að því eftir tvær hlustanir að söngkonan í grúppunni bresku er Þórunn Antonía!! Frábær diskur, einn sá besti í ár!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 00:16

8 identicon

Sorry ... þetta var víst safn sem heitir "Motor City" music from detroit ... etc. - ekki Motown ... en engu að síður : flott safn!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 00:24

9 identicon

hey allt batnar með aldrinum.

dewd (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband