Loksins loksins

Oft hafa þessi orð Kristjáns Albertssonar um Vefarann mikla frá Kasmír verið endurtekin en sjaldan með jafnmiklum tilfinningaþrunga og nú: Loksins er orðið nógu heitt til þess að smiðirnir fyrir utan gluggann minn færu úr bolunum. Þvílíkur unaður að sjá hálfbera karlmannsskrokka hnyklast um með hamar á lofti. Mér finnst eins og sumarið sé loksins hafið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Ekki slæmt útsýni hjá þér  bíð spennt eftir að eitthvað svona gerist hér á klakanum fyrir utan gluggann minn

Helga Auðunsdóttir, 6.7.2007 kl. 20:26

2 identicon

Engir hálfnaktir smiðir hérna hjá mér, en Kalli nágranni (ég held að hann heiti Kalli, sorrí - ég er ekki viss!) mætti mér ber að ofan þegar ég fór hjólandi í vinnuna í dag ... 

... það vakti ekki sömu kátínu hjá mér og smiðirnir hjá þér!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 21:51

3 identicon

Þið konurnar eruð alltaf að hlutgera okkur karlmenn...  maður getur ekki einu sinni kælt sig á heitum sumardegi án þess að verða einhverskonar kjötstykki eða leikfang í ykkar augum.


Geir Jónsson (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 02:55

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hehe, já Geir. Nú þegar konur fá betra kaup en áður þurfum við ekki að ná okkur í ríka eiginmenn og þá verðum við  jafn grunnhyggnar og karlmenn og allt fer að snúast um útlitið. Nú mega feitu ríku karlarnir fara að vara sig. Þeir eru að missa spón úr aski sínum því konur eru orðnar að mönnum.

Helga, ef allt klikkar í glugganum mínum þá máttu bara koma til mín og sitja útí eldhúsglugga (ekki verra ef þú þværð upp fyrir mig á meðan - vaskurinn er við gluggann).

Doddi, er það af því að Kalli er ekki nógu flott vaxinn eða hefðirðu bara orðið hrifnari af því að sjá Köllu bera að ofan? 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.7.2007 kl. 17:42

5 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Æji ætli það kæmi sjóninni til þó ég rifi mig úr að ofan og drattaðist út að smíða pallinn... en það væri að vísu "nóg að sjá"

Kveðja, smiðurinn hennar Helgu

Þorsteinn Gunnarsson, 7.7.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband