Annar í giftingu

Mér skilst að svo margir hafi viljað gifta sig 07.07.07 af því að þreföld sjö-talan sé lukkumerki. Þess vegna finnst mér svolítið fyndið að Longoria og beau skuli halda kirkjubrúðkaupið þennan dag en dómarabrúðkaupið í gær. Það er giftingin fyrir framan dómara sem gildir. Það er þann dag sem þau tvö urðu hjón. Kirkjubrúðkaupið er bara staðfesting á giftingunni fyrir guði  (eins og hann hafi ekki verið við hitt brúðkaupið líka). Mér sýnist því að það sé 06.07.07 sem er raunverulegur giftingadagur þeirra. Kannski það þýði að lukkan verði ekki eins mikil

Velti því annars fyrir mér hvort ég verði heppin á einhvern hátt í dag. Ætti kannski að fara með límonaði út til smiðanna!!!!!! 


mbl.is Longoria hunsaði aðdáendur sína á brúðkaupsdaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Æji mér segir nú svo hugur að þau þurfi ekkert endilega að leggja þessar dagsetningarnar á minnið

Þorsteinn Gunnarsson, 7.7.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband