Sænskt kartöflusalat

Jenný bað um uppskriftina að sænsku kartöflusalati. Set hana (uppskriftina, ekki Jennýju) því hér inn svo sem flestir megi njóta. Þetta er alveg ótrúlega gott með grilluðu kjöti. 

SÆNSKT KARTÖFLUSALAT 

·10-12 meðalstórar kartöflur, soðnar og skornar í teningamatardiskur
·1 harðsoðið egg, brytjað (það segir uppskriftin, ég nota nú alltaf tvö)
·1 geiri hvítlaukur (þið vitið að maður tvöfaldar alltaf hvítlauk í uppskriftum - að minnsta kosti)
·2 msk sítrónusafi (ég slurka nú bara venjulega einhverju og smakka það til)
·skorin púrra (það sagði aldrei í uppskriftinni hversu mikil og ég gleymi henni svona sirka í annað hvert skipti. Það er samt betra að hafa hana.)
·súr gúrka eftir smekk (algjört möst)
·1 dl matarolía (Ég nota nú alltaf minna en það. Finnst óþarfi að hafa þetta of fitandi og salatið er alveg eins gott með minna af olíu. Prófið ykkur bara áfram.)
·1/2 dl rifinn ostur
·salt
·pipar

1. Blandið saman eggjum, súru gúrkunni, púrru, hvítlauk, sítrónusafa, olíu, osti og kryddi.
2. Hellið yfir kartöflurnar og blandið vel saman við.
3. Kælið vel.
4. Berið fram.

á grillinuBest með lærissneiðum en í raun gott með öllu. Mæli svo með grilluðum banönum á eftir (nema ef maður er í moskítólandi - þá er best að halda sig frá banönum).

P.S. Þið sjáið mynd af salatinu hér að ofan. Þetta er kvöldmaturinn minn frá því í gær. Og hér til hliðar eru teinarnir á grillinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk. Laga það.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.7.2007 kl. 20:03

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ertu að meina agurksalat eða hina söltu þú veist, gúrkuna?  Arg. hvað þetta er girnó.  Ofsaleg olíutíska er þetta að verða allsstaðar.  Mér finnst ekki par geðslegt að hafa matinn minn löðrandi í olíu.

Þetta salat verður búið til með sunnudagsgrillinu.  Takk fyrir mig.  Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2007 kl. 00:26

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ekkert agúrkusalat, bara súra gúrkan í kartöflusalatinu. Já, veistu það er yfirleitt of mikið um olíu í uppskriftum. Þess vegna set ég alltaf minna af henni og smakka mig svo áfram. Ég held t.d. að ég hafi aldrei sett hálfan desilítra í þessa uppskrift þótt það eigi að vera. Ég fékk þessa uppskrift þegar ég var sextán eða sautján ára og geri þetta salat mjög reglulega og finnst það alltaf jafngott.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 8.7.2007 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband