Hver skrifaði þetta?
9.7.2007 | 16:25
Ókei moggi, er þetta nú ekki að fara yfir strikið? Þið eruð ekki að reyna að selja nein blöð á netinu og þurfið því ekki að setja fyrirsögn sem dregur að slorlesendurnar. Þetta er eins og hjá Star og Enquire og þessum ritum sem setja slímugar fyrirsagnir á forsíður, sem síðar reynast svo ansi beygðar. Að kalla Lavigne hugsanlega þjófótta fyrir það að hafa hugsanlega (líklega?) hnuplað lagi er hreinlega fáránlegt. Í fyrsta lagi verðurðu ekki þjófóttur fyrir það að stela einu sinni. Þú verður kannski þjófur en ekki þjófóttur. Í öðru lagi, vitiði hversu margir tónlistarmenn hafa verið sakaðir um að stela lagi? Ekki það að ég geti nefnt tölu en ég man ekki betur en að Jóhann Helgason hafi verið að tala um það fyrr í vor að eitthvert lag með Josh Grobin væri ótrúlega líkt Söknuð, og svo í framhaldi af því var farið að tala um að Söknuður væri líkur Danny Boy. George Harrison varð að borga the Chiffons hellings pening því talið var að My sweet lord væri of líkt He's so fine. Michael Bolton var líka aðili að einhverju slíku máli. Þetta er kallað cryptomnesia og lýsir sér þannig að manneskja telur sig hafa búið til eitthvað sem hann/hún hefur í rauninni séð eða heyrt annars staðar. Því er ekki endilega um ásetning að ræða. Það að kalla Avril Lavigne þjófótta út af þessu máli er því svolítið langt gengið finnst mér, og þó hef ég enga ástæðu til að verja hana sérstaklega.
Hitt er annað mál að það gæti vel verið að hún sé þjófótt, ég er ekkert að segja að það sé útilokað. Og það er meira að segja vel hugsanlegt því eftir að Chantal Kreviatzuk, sem vann með Lavigne um tíma, var spurð álits á þessu Rubinoos máli þá gaf Kreviatzuk það sterklega í skyn að Lavigne hefði stolið lagi frá sér. Alla vega hafði Kreviatzuk sent Lavigne lag til hlustunar og á næstu plötu Lavigne var lag mjög svipað með sama nafni en enga Kreviatzuk sem höfund.
En mér finnst fyrirsögnin bara ekki við hæfi miðað við innihald fréttarinnar.
|
Er Avril Lavigne þjófótt? |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |


Alfreð Símonarson
Anna
Ágúst H Bjarnason
Berglind Steinsdóttir
Bergljót Gunnarsdóttir
Bergur Thorberg
Björn Emilsson
Brosveitan - Pétur Reynisson
Brynja skordal
Bwahahaha...
Eiður Svanberg Guðnason
Einar Indriðason
Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Fjarki
Geiri glaði
gudni.is
Guðmundur Pálsson
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðrún Magnea Helgadóttir
Guðrún Ösp
Gunnar Kr.
Gunnar Már Hauksson
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
Halla Rut
Heiða Þórðar
Helgi Már Barðason
Hildur Helga Sigurðardóttir
Himmalingur
Hlynur Hallsson
Hlynur Jón Michelsen
Huld S. Ringsted
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
Ingigerður Friðgeirsdóttir
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Ingólfur Þór Guðmundsson
Íshokkí
Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Stefanía Jensdóttir
Jens Sigurjónsson
Jóhann Elíasson
Jón Svavarsson
Júlíus Valsson
Kent Lárus Björnsson
Kristján P. Gudmundsson
Kristlaug M Sigurðardóttir
Loftslag.is
Magnús Geir Guðmundsson
Marinó Már Marinósson
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
Mummi Guð
Myndlistarfélagið
Norðanmaður
Ólafur Th Skúlason
Páll Ingi Kvaran
Ragnar Páll Ólafsson
Rannveig Þorvaldsdóttir
Riddarinn
Róbert Badí Baldursson
Róslín A. Valdemarsdóttir
Ruth Ásdísardóttir
Sigrún Jónsdóttir
Sigurður Antonsson
Sigurjón
Svala Jónsdóttir
Svanur Gísli Þorkelsson
Sæmundur Bjarnason
Toshiki Toma
Valdimar Gunnarsson
Vertu með á nótunum
Wilhelm Emilsson
Þorsteinn Briem
Þóra Lisebeth Gestsdóttir
Þóra Sigurðardóttir
Þröstur Unnar
Öll lífsins gæði?






Athugasemdir
Sammála. Það er reyndar einhver stórundarlegur starfsmaður á Mogganum, sem semur stjörnuspár, gerir mikið af innsláttarvillum og hefur lágmarksmálskilning. Verður brjálæðislega fyndið svona af og til. Kannski hefur þessi starfsmaður samið fyrirsögnina
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2007 kl. 17:20
Kannski mogginn hafi ráðið sumarafleysningarmann úr grunnskóla! Nei, ég má ekki gera lítið úr grunnskólanemendum. Þeir eru margir snillingar.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.7.2007 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.