Hver skrifaði þetta?

Ókei moggi, er þetta nú ekki að fara yfir strikið? Þið eruð ekki að reyna að selja nein blöð á netinu og þurfið því ekki að setja fyrirsögn sem dregur að slorlesendurnar. Þetta er eins og hjá Star og Enquire og þessum ritum sem setja slímugar fyrirsagnir á forsíður, sem síðar reynast svo ansi beygðar. Að kalla Lavigne hugsanlega þjófótta fyrir það að hafa hugsanlega (líklega?) hnuplað lagi er hreinlega fáránlegt. Í fyrsta lagi verðurðu ekki þjófóttur fyrir það að stela einu sinni. Þú verður kannski þjófur en ekki þjófóttur. Í öðru lagi, vitiði hversu margir tónlistarmenn hafa verið sakaðir um að stela lagi? Ekki það að ég geti nefnt tölu en ég man ekki betur en að Jóhann Helgason hafi verið að tala um það fyrr í vor að eitthvert lag með Josh Grobin væri ótrúlega líkt Söknuð, og svo í framhaldi af því var farið að tala um að Söknuður væri líkur Danny Boy. George Harrison varð að borga the Chiffons hellings pening því talið var að My sweet lord væri of líkt He's so fine. Michael Bolton var líka aðili að einhverju slíku máli. Þetta er kallað cryptomnesia og lýsir sér þannig að manneskja telur sig hafa búið til eitthvað sem hann/hún hefur í rauninni séð eða heyrt annars staðar. Því er ekki endilega um ásetning að ræða. Það að kalla Avril Lavigne þjófótta út af þessu máli er því svolítið  langt gengið finnst mér, og þó hef ég enga ástæðu til að verja hana sérstaklega.

Hitt er annað mál að það gæti vel verið að hún sé þjófótt, ég er ekkert að segja að það sé útilokað. Og það er meira að segja vel hugsanlegt því eftir að Chantal Kreviatzuk, sem vann með Lavigne um tíma, var spurð álits á þessu Rubinoos máli þá gaf Kreviatzuk það sterklega í skyn að Lavigne hefði stolið lagi frá sér. Alla vega hafði Kreviatzuk sent Lavigne lag til hlustunar og á næstu plötu Lavigne var lag mjög svipað með sama nafni en enga Kreviatzuk sem höfund.

En mér finnst fyrirsögnin bara ekki við hæfi miðað við innihald fréttarinnar. 


mbl.is Er Avril Lavigne þjófótt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála.  Það er reyndar einhver stórundarlegur starfsmaður á Mogganum, sem semur stjörnuspár, gerir mikið af innsláttarvillum og hefur lágmarksmálskilning.  Verður brjálæðislega fyndið svona af og til.  Kannski hefur þessi starfsmaður samið fyrirsögnina

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Kannski mogginn hafi ráðið sumarafleysningarmann úr grunnskóla! Nei, ég má ekki gera lítið úr grunnskólanemendum. Þeir eru margir snillingar.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.7.2007 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband