Í sjó eða sundlaug

Mér þykir alltaf jafn fyndið að labba fram hjá Kitsilano sundlauginni þar sem hún liggur við sjávarbakkann og fólk borgar sig inn til að synda í lauginni sem er jafnköld og ókeypis sjórinn við hliðina.  

Aldeilis er þetta nú samt falleg borg. Baðstrendur inni í miðjum íbúðahverfum, garðar út um allt, og háhýsin í miðbænum (í fjarska) innihalda íbúðir en ekki endalausar skrifstofubyggingar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegt umhverfi en er þessi sundlaug ekki hámark ÓÞARFANS?

Takk fyrir pistla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2007 kl. 17:21

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég var í dag að tala við mann sem var í eitt og hálft ár í Vancouver fyrir 25-30 árum. Hann hafði flest orð um það hvað borgin væri falleg. Var það komið fram í pistlunum þínum ...?

Berglind Steinsdóttir, 9.7.2007 kl. 17:47

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Berglind, ég held ég hafi verið búin að minnast á það en góð vísa er aldrei of oft kveðin. Ég fór reyndar út með myndavél í gær og tók helling af myndum og ætla að setja á flickr fljótlega. Þá má sjá hluta af fegurð borgarinnar. En jú, ég myndi segja að Vancouver væri líklega með fallegri borgum Norður Ameríku (ekki að þær séu almennt fallegar).

Jenný, sammála. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.7.2007 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband