Ekki hræra við fullkomnun

Haldið bara áfram að reka fé á fjöll og lambakjötið verður áfram fullkomið. Þá þarf ekkert að bragðbæta.

Ég trúi því ekki að farið sé að framleiða heimaalið lambakjöt á Íslandi. Það á aldrei að breyta fullkomnun, það getur aldrei farið vel. Einhver sagði mér að þegar maður keypti lambakjöt á Íslandi í dag væri ekki endilega hægt að vita hvort það væri af fjallgengnu lambi eða heimaöldu. Er þetta virkilega satt? Ja, ljótt er ef satt er.


mbl.is Tilraun til að bragðbæta lambakjöt með hvönn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahérna þetta er með fáránlegri hlutum sem ég hef heyrt um !
Lambakjötið er fullkomið eins og það er og það er BANNAÐ að breyta því !!fólk bara kryddar kjötið eins og það vill og marinerar það en kjötinu á ekki að breyta "why fuck up a good thing?"

Egill (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 18:41

2 identicon

Ég ætla rétt svo að vona að þau lömb sem ég borða ... (hljómar dálítið spooky, þegar maður orðar þetta svona ... ), hmm... já ... ég ætla að vona að þau séu fjallgengin.

Og hvönn?? what the?? 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 20:18

3 identicon

Já það væri nú hræðilegt ef villt náttúra landsins fengi frið fyrir rollunni......
sjáið fyrir ykkur skelfinguna... skógar gætu jafnvel dafnað án þess að vera
girtir af...... gróður gæti sótt á í stað þess að hörfa.....

Nei þetta er agaleg framtíðarsýn...... leyfum rollunni áfram að naga nýgræðinginn....  rollan ræður

Þórður Magnússon (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 22:49

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var nú uppi með hugmyndir um að beita "steikinni" á rósmarín og blóðberg. Svo hentugt eitthvað og myndi spara tíma í eldhúsinu

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2007 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband