Heyrðu nú
11.7.2007 | 15:50
Mér var nú hálf misboðið að lesa síðustu línuna:
"Verðlaunaféð geti líka leitt til meira jafnvægis á vinnumarkaði og konur sem eignist börn undir þrítugu sleppi við vandamálin sem skapast þegar þær sem eru yfir þrítugu og komnar langt á sínum starfsferli, eignast börn og kosti samfélagið þá mun meira."
Ef ég eignast sem sagt barn þá mun það verða vandamál sem kostar samfélagið mikið. Djöfulsins dónaskapur er þetta. Alltaf er sama dýrkunin á þessum ungu.
Ég sé líka eitt stórt vandamál hérna. Þetta verður fín leið fyrir unga eiturlyfjaneitendur og áfengissjúklinga til þess að kosta fíkn sína; bara að verða ófrísk, fá pening fyrir, henda barninu í mömmu. Bíddu, það þarf ekki einu sinni slíka fíkn til. Ég held að mörg börn eigi eftir að fæðast inn í þennan heim sem enginn greiði er gerður með því.
Börn eiga að fæðast af því að foreldrar þeirra vilja þau og elska þau og munu hugsa um þau. Ef staðan er sú að sumar ungar konur láta eyða fóstri af því að þær hafi ekki efni á að eiga börnin, útvegið þá aukna hjálp við mæðurnar; ókeypis dagvistun og annað slíkt. Ekki beinharða peninga. Ég held ég verði að fara og ræða við þessa Norðmenn.
Ungar konur í Noregi verði verðlaunaðar fyrir að eignast barn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég styð þig í þessu Kristín, og þú mátt skila harðorðri kveðju frá mér til þeirra líka - þ.e. ef þú ferð og ræðir við Norðmennina. Sem 36 ára unglingur, þá finnst mér youth-dýrkunin algerlega óviðunandi og ömurleg. Þetta hefur því miður verið svo lengi svona. T.d. sá ég í mynd um Bettie Paige (sem var vinsælt módel á 6. áratug síðustu aldar), og þar var hún spurð um aldur. Hún svaraði "rúmlega þrítug" ... og svarið hjá myndatökukonunni var: "Já, við skulum hafa hljótt um það - segjum að þú sért 25 ... "
Komdu við og pikkaðu mig upp, og ég þramma með þér til þessara dóna.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 16:50
um að gera að drita niður börnum á fertugsaldri stelpur ;)
Óskar Þorkelsson, 11.7.2007 kl. 17:04
Þetta er fáranleg tillaga hjá þessum blessaða Norðmanni. Þarna er einfaldlega verið að mismuna konum eftir því á hvaða aldri þær kjósa að eignast sín börn auk þess sem þetta mun líklega skapa alls kyns vafasöm spursmál eins og þú nefnir.
Björg K. Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 17:53
Meiri dónaskapurinn, algjörlega sammála þér!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.7.2007 kl. 18:35
Þetta er fáránlegt og er líka sett upp eins og það sé bara konan sem sé að eignast börnin Mjög Sexist". Þetta er líka mjög varhugavert og vanhugsað. Hvaða hópur er það sem mun helst nýta sér þetta, jú sá hópur sem minnst má sín og á minnstu peningana.
Halla Rut , 11.7.2007 kl. 21:39
Blessuð Stína,
ekkert smá sammála þér, skil ekkert í frændum okkar "norsurunum" ótrúleg hugmynd. Annars skilst mér að þeir eigi svo mikinn pening þ.e. ríkið og eigi erfitt með að eyða peningunum í eitthvað skynsamlegt.
Kv.Guðný
Guðný Hansen (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 21:53
Klukk
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.