Harry Potter

Í kvöld fór ég að sjá Harry Potter. Ég myndi segja að þessi mynd sé betri en sú síðasta en lélegri en fyrstu þrjár myndirnar. Það er hreinlega úr of miklu að moða og handritahöfundum tókst ekki að búa til eina heild úr myndinni. Reyndar sagði Ryan, maður Marion, að honum hafi fundist myndin býsna góð og heildstæð, og af því að hann var sá eini í hópnum sem ekki var búinn að lesa bókina þá verður maður að taka mark á honum. En það var einhvern veginn ekkert nýtt og spennandi þarna. Það er eins og maður sé búinn að sjá þetta allt. Verð reyndar að segja að það var mikið hlegið í bíó. Eitt af því fyndnasta var þegar mátti heyra blýant detta.

Hitt er annað mál að það er sjaldgæft að maður sjái eins marga frábæra leikara á sama stað. Lítið á þennan lista: Ralph Fiennes, Gary Oldman, Alan Rickman, Emma Thompson, Imelda Staunton, Michael Gambon, David Thewlis, Maggie Smith, Julie Walters, Jason Isaacs, Helena Bonham Carter og Robbie Coltrane. Þetta er eins og who's who in British cinema. Ég verð nú líka að segja að mynd sem hefur Ralph Fiennes, Gary Oldman, Alan Rickman og James Isaacs þarf ekki að vera neitt sérstaklega góð. Maður horfir bara á þá.

Mér finnst reyndar að í næstu mynd verði þeir að láta nef á Ralph Fiennes. Hann er svo fallegur með nef.   

P.S. Hér var 29 stiga hiti í dag og nú er hitinn í íbúðinni minni yfir 30 gráður. Við getum gert ráð fyrir því að ég sofi ekki með sæng í nótt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband